Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Síða 39
43
mannaverk á utan grunn skál klöppuð í, í aðalatriðum lík Árbók
1943—48, bls. 39, mynd 23. Þetta er mjög algengt lag. Fannst á
-r-140—60 (443). 2. Skaftkolur fimm, í aðalatriðum eins og Árbók
1949—50, bls. 56, mynd 4, og eru slíkar kolur algengar. Þessar
eru allar úr móbergi og engin alveg heil, ein raunar aðeins skaftið.
Ein er mjög lítil, aðeins 9,5 sm að lengd með skafti, fannst í gólfi
19 (217). Af hinum fjórum fundust tvær í gólfi 33 (368 og 377)
og hefur önnur þeirra haft því sem næst kringlótt blað, en hinar tvær
í gólfi 39 (597 og 581). 3. I þessu sama gólfi fannst og ferköntuð
kola úr móbergi, heil, 12X14 sm um sig, um 2 sm djúp, skaftlaus
17. mynd. — Ferköntuð móbergskola úr gólfi nr. 39 og stunda-
glaslöguð móbergskola úr gólfi nr. 1*0. — A square stone-lamp and
another shaped like an hour-glass, found in floors nos. 39 and 1*0.
(380, 17. mynd). Þessi gerð er fáséðari hér á landi en þær, sem
nefndar eru hér að ofan, en hefur þó eflaust verið vel þekkt á mið-
öldum, enda algeng í Grænlandsbyggðum, sjá Medd. om Grönl. bd.
88, nr. 2, mynd 136, og á miðöld Noregs, sjá S. Grieg: Middel-
alderske byfund, bls. 91. Grieg telur gerðina til 13. aldar, og mætti
það einnig eiga við um þessa kolu frá Bergþórshvoli. 4. Kola úr mó-
bergi, sívöl, 11,5 sm í þvm, með áberandi mitti, sem skiptir henni í
skál og fót, eða með öðrum orðum stundaglaslöguð og minnir á Midd.
byfund, mynd 43, en vantar þó upphleypta hringinn í mittinu (17.
mynd). Hæð 11,5 sm, skálin um 3 sm á dýpt með djúpri holu í botn-
inum, og hola er einnig neðan í fótinn. Þessi kola er að lögun ein-
stæð hér á landi, og má efalítið skipa henni í flokk með hinum
stundaglaslöguðu norsku kolum, sem Grieg telur helzt til 13. aldar.