Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Síða 40
44
Kolan fannst í gólfi 40 (661). — Að lokum ber að nefna koluskaft
digurt úr móbergi (500), brot af kringlóttri kolu úr móbergi (182),
mjög ólögulega kolu úr móbergi, fundna í sorpgryfju 2, á -=-175
(482), og kolu (eða deiglu) úr móbergi, 7 sm í þvm, óvíst hvar
fannst.
Kvarnarsteinar. Ur útlendum steini er: Kvarnarsteinsbrot úr
glimmerskífer, 30 sm löng sneið úr brún af undirsteini, er verið hefur
50—55 sm í þvm, þunnur og dálítið kúptur. Fannst í norðurbakka
rannsóknarsvæðisins á -f-225, þar sem ýmsir aðrir fornlegir hlutir
fundust (778b). Onnur smærri brot úr sams konar steini fundust
18. mynd. Hálfur kvarnarsteinn. — Half of a mill-stone.
ekki langt frá (742 a—c og 778a), þótt óvíst sé, að þau séu úr sama
kvarnarsteini, og kvarnarsteinsbrot og kringla stór úr glimmerskífer
fundust við rannsóknina 1951 (sbr. bls. 59). Úr íslenzku eygðu
hraungrýti eru: Kvarnarsteinsbrot lítið, úr brún á yfirsteini, er virðist
hafa verið með sama fornlega laginu og steinn frá Skallakoti í Þjórsár-
dal. Forntida gárdar, bls. 96, mynd 53. Fannst í norðurhorni rann-
sóknarsvæðisins á -=-230 (807). Kvarnarsteinn hálfur, um 50 sm í
þvm, mjög íhvolfur, þunnur og eyddur, upphleyptur hringur um-
hverfis augað (18. mynd). Fannst sv. við húshornið i grjótdreif á
-f-160 (531). Kvarnarsteinsbrot úr yfirsteini, er verið hefur um 50
sm í þvm, íhvolfur. Fannst á -=-250 (781). Kvarnarsteinsbrot úr
undirsteini álíka stórum, hefur verið kúptur. Fannst í gólfi 38 (710).
— í grjóthrúgu framan við húsið fundust þrjú kvarnarsteinsbrot,
munu að líkindum hafa borizt þangað, þegar grafið var fyrir húsinu