Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 75
79 þegar kumlið var rofið, hafi það ekki verið gert lengra til fóta en að efri enda sköflunganna og þeim síðan kippt út. Efri endi leggjanna ,,a“ er um 65 sm dýpra en efri brún rofbarðs og frá suðvestari enda leggjanna ,,b“ og að beinahrúgunni eru 38 sm, og var alstaðar á því svæði hreyfður jarðvegur. Hver umbúnaður upphaflega hefur verið á kumlinu verður ekki sagt, en að því er marka má af fótenda þess, þá hefur engin grjót- hleðsla verið um beinin, og vafasamt er, hvort steinarnir þrír hafi upphaflega verið á kumlinu. Gunnlaugur Snædal afhenti mér 18. 10. 1949 hauskúpurnar úr kumlinu. Úr þeirri, er hafði blásið upp, var aðeins kúpubotninn, og á hina vantaði með öllu andlitsbeinin, en Gunnlaugur sagði, að nokkuð af þeim hefði loðað við hauskúpuna, er hún var tekin upp, en þau voru svo fúin, að þau tolldu ekki saman. Við athugun á beinunum úr hrúgunni og hausbeinunum er til- tölulega auðvelt að sjá, hver þeirra eigi við fótbein ,,a“ og ,,b“. Það er að vísu ekki teljandi stærðarmunur á beinunum ,,a“ og ,,b“, en fótbein ,,b“ og þau bein, sem eiga við þau, eru gildari og með mun greinilegri vöðvafestum en bein ,,a“. Bein ,,b“ eru úr karlmanni, sennilega 40—50 ára að aldri og um 163 sm að hæð og meðal- langhöfða (lengdar-breiddar vísitala hauskúpu 77,7). Hann hefur því verið frekar lágur vexti, þar eð bein þau er enn hafa verið mæld sýna, að meðalhæð karla var 168,6 sm. í heiðni, ennfremur hefur hann verið óvenju höfuðlítill (hauskúpulengd 175 og breidd 136 mm). Bein ,,a“ eru úr konu, sem hefur verið um 160 sm að stærð og sennilega eitthvað yngri að árum, er hún lézt, en karlmaðurinn. Á þeim tímum hefur þetta verið tiltölulega há kona, því að þá var eftir beinamælingum meðalhæð kvenna ekki nema 154,9 sm, en frekar verður ekki sagt um útlit hennar. Saga þessa kumls, eins og hún nú verður rakin af beinunum og umbúnaði þeirra, verður trúlegast á þenna veg: Kumlið er upphaf- lega gert fyrir karlmanninn, hann er lagður til í því á bakið með höfuð til suðvesturs og fætur til norðausturs. Nokkrum árum síðar er kumlið rofið til þess að koma konunni fyrir í því. Hún er lögð til á hægri hliðina með kreppta fætur og til vinstri við leifar líksins, er fyrir var í kumlinu, og hefur þá andlit konunnar snúið að því. Með konunni hefur fylgt perlufestin og trúlega einnig mathnífurinn. Maður- inn og konan hafa líklega verið mjög nákomin, sennilega hjón. Enn er þetta kuml rofið og þá trúlega í þeim tilgangi að afla vopna. Að minnsta kosti er það aðgengileg skýring á því, að engin vopn fundust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.