Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 75
79
þegar kumlið var rofið, hafi það ekki verið gert lengra til fóta en að
efri enda sköflunganna og þeim síðan kippt út. Efri endi leggjanna
,,a“ er um 65 sm dýpra en efri brún rofbarðs og frá suðvestari enda
leggjanna ,,b“ og að beinahrúgunni eru 38 sm, og var alstaðar á
því svæði hreyfður jarðvegur.
Hver umbúnaður upphaflega hefur verið á kumlinu verður ekki
sagt, en að því er marka má af fótenda þess, þá hefur engin grjót-
hleðsla verið um beinin, og vafasamt er, hvort steinarnir þrír hafi
upphaflega verið á kumlinu.
Gunnlaugur Snædal afhenti mér 18. 10. 1949 hauskúpurnar úr
kumlinu. Úr þeirri, er hafði blásið upp, var aðeins kúpubotninn, og á
hina vantaði með öllu andlitsbeinin, en Gunnlaugur sagði, að nokkuð
af þeim hefði loðað við hauskúpuna, er hún var tekin upp, en þau
voru svo fúin, að þau tolldu ekki saman.
Við athugun á beinunum úr hrúgunni og hausbeinunum er til-
tölulega auðvelt að sjá, hver þeirra eigi við fótbein ,,a“ og ,,b“.
Það er að vísu ekki teljandi stærðarmunur á beinunum ,,a“ og ,,b“,
en fótbein ,,b“ og þau bein, sem eiga við þau, eru gildari og með
mun greinilegri vöðvafestum en bein ,,a“. Bein ,,b“ eru úr karlmanni,
sennilega 40—50 ára að aldri og um 163 sm að hæð og meðal-
langhöfða (lengdar-breiddar vísitala hauskúpu 77,7). Hann hefur
því verið frekar lágur vexti, þar eð bein þau er enn hafa verið mæld
sýna, að meðalhæð karla var 168,6 sm. í heiðni, ennfremur hefur
hann verið óvenju höfuðlítill (hauskúpulengd 175 og breidd 136
mm). Bein ,,a“ eru úr konu, sem hefur verið um 160 sm að stærð
og sennilega eitthvað yngri að árum, er hún lézt, en karlmaðurinn.
Á þeim tímum hefur þetta verið tiltölulega há kona, því að þá var
eftir beinamælingum meðalhæð kvenna ekki nema 154,9 sm, en
frekar verður ekki sagt um útlit hennar.
Saga þessa kumls, eins og hún nú verður rakin af beinunum og
umbúnaði þeirra, verður trúlegast á þenna veg: Kumlið er upphaf-
lega gert fyrir karlmanninn, hann er lagður til í því á bakið með
höfuð til suðvesturs og fætur til norðausturs. Nokkrum árum síðar
er kumlið rofið til þess að koma konunni fyrir í því. Hún er lögð til
á hægri hliðina með kreppta fætur og til vinstri við leifar líksins, er
fyrir var í kumlinu, og hefur þá andlit konunnar snúið að því. Með
konunni hefur fylgt perlufestin og trúlega einnig mathnífurinn. Maður-
inn og konan hafa líklega verið mjög nákomin, sennilega hjón. Enn
er þetta kuml rofið og þá trúlega í þeim tilgangi að afla vopna. Að
minnsta kosti er það aðgengileg skýring á því, að engin vopn fundust