Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Page 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Page 78
82 mesti krafturinn var auðvitað fólginn í fyrsta versinu, og var það oft látið nægja eitt sér. Venjan varð því sú á miðöldum, að særingar hófust iðulega á Jóh. 1:1 eða 1:1—14. I þessu lauslega yfirliti er þó sleppt að minnast á notkun faðirvorsins og annarra bæna. Ekki stóð á sama, hvenær særingin var látin fara fram. Sumar særingar hrifu bezt í dögun. A miðnætti voru hins vegar allir andar á ferð og flugi, og mátti þá beizla þá með máttarorðum. Stundum var aðeins gagn að særingum á ákveðnum dögum, sem áður fyrr voru heiðnar hátíðir, eins og vetrar- og sumarsólstöður. Stundum varð að nota ákveðnar hátíðir eða messudaga, og loks var særingin, ef til vill, komin undir tunglgangi. Eigi var ætíð látið nægja að þylja særingarorðin, heldur voru þau skrifuð upp á blað, sem menn báru á sér til frekari trygg- ingar því, að áhrifin entust. En þá stóð eigi á sama, hvert efnið væri notað, því það gat haft sín áhrif. Langáhrifamestur var bjórinn af óbornum kálfum, (pergamentum virgineum). 1 J. S. 606, 4to, bl. 86 v. er þetta nefnt: „Jómfrú pergament eður sumir kalla frumsafroms“. Næst þessu að kynngikrafti var ljónsskinn. Það gefur að skilja, að slík særingarblöð munu nú vera afar fá- gæt. Þau voru langflest eyðilögð að ásettu ráði í galdraofsóknunum, eða gerð upptæk og tortímd sem einni af blekkingum myrkrahöfð- ingjans. Þeirra getur að vísu í málsskjölum úr galdramálum og í opinberum tilskipunum, auk þess, sem þau eru þekkt í bjöguðum afritum í galdra- og formálabókum. Þegar skyggnzt er um í sögu vorri, þá verðum vér þeirra varir í hinum fáu lækningabókum frá síðmiðöldum og galdrabókum, sem varðveitzt hafa. Blöðin sjálf virðast töpuð, þó gætu sum hinna stöku blaða í Árnasafni verio raunveruleg galdrablöð. En venjan er alla tíð sterk, því í Kyraugastaðasamþykkt Odds Einarssonar biskups 1592 segir, að ,,þeir, sem fara með kukl, töfra og rúnir, svo sem eru rist- ingar eður aðrar þess konar særingar og kveisublöð, og annan því- líkan djöfulskap, með hverjum þeir látast lækna mein og kránk- dæmi manna, straffist af prestinum" og svo framvegis. Það er ekki eingöngu í Skálholtsstifti, sem eitthvað er athugavert við mannfólkið um þessar mundir, því Guðbrandur biskup Þorláksson veitist að hin- um sama sið. í „Þeirri réttu Confirmatio“ 1596 segir: „þeir, sem og fara með kveisublöð, rúnir, lækningar og særingar við Guðs há- leita nafn, hans blóð, undir, pínu og dauða og látast þar með græða mein manna“. Og sama ár segir í bókinni „Um eiða og meinsæri“: „að bera á sér skrifað Jóns guðspjall, passíuorð, brynjubæn, kveisu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.