Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 97
99 smám saman hverjum bænum aí öðrum þar um slóðir: Steinkrossi, Bolholti, Víkingslæk, Heiði. Upptök gárans gætu vel verið frá vikur- fallinu mikla um 1300, ef ekki fyrri gosum. Langt er og síðan þetta kot fór í eyði, því að 1711 er gróið yfir rústir þess, og þá kunni enginn neitt að segja, hvenær þar hafi búið verið. Líklega hefir aldrei blásið af þeim síðan. Varla er hugsanlegt, að þama hafi verið byggt í fyrstu, nema vatnsból væri þá nær en í Selsundslæk (klukkustundar lestaferð). Er líklegt, að lind hafi þá runnið skammt frá, í farveginum neðan við Kotstúnið. Varla verður talið líklegt, að þessi tvö býli, Kastalabrekka og Kot, hafi verið lengi í byggð samtímis, svona nálæg, túnstæðalítil og útengjalaus; gátu aðeins verið fremur lítil kindakot, en engin stórbýli. — Nafnið Kastalabrekka mætti sýnast betur eiga heima við brekku hjá Fálkahamri, eða einhverjum slíkum „kastala". Og hugsanlegt, að flúinn bóndi hefði byggt yfir sig til bráðabirgða á láglendinu, ræktarsamur við nafnið og nábýlið. Sama fágæta bæjarnafnið kemur í ljós síðar hjá Vet- leifsholti (í byggð 1711), en samt þekkist ekkert samband þar á milli. 5. Steinkross I. Spölkorn fyrir sunnan Kot er önnur hraun- heiði — nú blásin mjög — og fremur mjó þaðan vestur eftir, en með hárri brún á báðar hliðar. Suðvestan í enda brúnar þeirrar stóð fyrra býlið að Steinkrossi, hér um bil 10 km frá Fálkhamri, í sömu stefnu og Kot. — Vel má vera, að þar hafi reistur verið steinkross við fjölfarinn veg, áður en bær sá var byggður, og þá varla fyrr en eftir kristnitöku. En komið er býli þetta í sauðagjaldsskylduna að Odda, eins og flest meiriháttar býli á Rangárvöllum, í máldaga þeim, sem er talinn til 1270, en er að stofni miklu eldri. Jörðin hefir verið í meðallagi að stærð, 10 hundruð að elzta mati, sem til er, frá 1681 og allt til 1803 (ranglega talin 20 hdr. í Jarðatali Johnsens. En 1861 metin 5,4 hdr., 1921 600 og 1942 700 kr.). Árið 1711 er þar tvíbýli og furðu mikill búpeningur: 8 kýr, 3 nautkindur, 19 hross og 196 kindur. Hitt er þó miklu furðulegra, hversu fáum fénaði jörðin á þá að geta framfleytt: „Fóðrast kann á heyjum og laufi 2 kýr, 1 ungneyti“. Um jörðina segir Jarðabókin líka: „Túninu hefir grandað blásturssandur, líka blöðkuslægju. Beitarlandinu hefir og sandur spillt og liggur undir spjöllum. Engjar eru engar, fyrir utan það af laufi kann lítið að fást“. Ábúendur sækja heyskap út á Land, að Kýr- augastöðum1 og Holtsmúla. Ekki bætti vatnsbólið jörðina. Um það 1) Jörð sú var þá í eyði fá ár, og verið að flytja bæinn að Kýrauga- staðaseli undan sandfoki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.