Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Page 112

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Page 112
114 hóla, en milli þeirra tveggja hóla er gatan (og línan því sem næst) milli Keldna og Dagverðarness. Bæjarkompu, eldhúskytru og fjós- mynd mun Jón Jónsson hafa byggt þar. Má og ætla, að jarðeigandinn, Guðmundur Erlendsson á Keldum, hafi hjálpað til við þessa bygg- ingu. Og sýnist þá líklegast gert í því skyni, að leiguliðinn gætti sauðahjarða heimabóndans, er voru svo langt frá Keldum. Bær þessi var notaður á eftir fyrir fjárhús og nefndist Bitahúsið. Reyndist þó ekki betur en svo, að það gat orðið bitafullt af snjó í byljum. Vegna þess var því breytt í borg og nefnt Húsborgin. Á sama hátt varð til Fjósborgin. Og alls voru þar sex borgir fram á mín æskuár. Voru þær hlaðnar úr góðu hraungrýti að innan, nærri topphlaðnar, en þó með stutt- um mæniás, röftum og yfirgerð, en snidda að utan, alveg hringlaga. Þær stóðu á hólum eða bölum með litlum dyrum til útnorðuráttar; festi því ekki fönn við þær, og bæði landnyrðings og útsynnings byljir ruku fram hjá dyrunum, svo að sjaldan fennti inn nokkuð að ráði. Borgir þessar voru fremur litlar, 11—13 fet í þvermál. Gátu tekið 40—60 sauðfjár hver. Allar blésu þær sundur og hrundu í rústir upp úr og eftir sumarmálaveðrið mikla 1882. Blásið var þar af hólum öllum niður í hraun árið 1944, en moldarjarðvegur að nokkru undir úthrundu hleðslugrjóti borganna, og lautir fullar af sandi. — Þrjár borgir aðrar fyrir „ofan hraun“, ein með iitlu kumbli, og notaðar nokkuð síðar, hafa allar farið sömu leiðina með högunum. Þær voru í Þverbrekkum (norðvestarlega í Knæfhólaheiði), í Réttaheiði og norðan í Eldiviðarhraunsnefi við Réttabug. Þar er þó ekki enn örfoka. — Fjárborgir og náttúrleg fjárból (hellar) eru líka að nokkru til enn á heimalandi Keldna. En lítt er notað annað á síðari áratugum en hús með jötum (görðum) og hlöðum. 14. Sandgil I. Það er landnámsjörðin alkunna írá Njálu og Landnámu, er segir svo frá: ,,Kolr hét maðr, son Óttars ballar. Hann nam land fyrir austan Reyðarvatn ok Stotalæk, fyrir vestan Rangá, ok Tröllaskóg, ok bjó at Sandgili". Varla get eg skilið, að annað en meiri skógar til húsa, til beitar og skjóls fyrir búpeninginn og nærtækari til eldiviðar, hafi dregið Kol svo langt upp í landnámið. Langt frá fögru og víðsýnu stöðunum við Reyðarvatnið, og frá fegurðinni og einu bezta vatnsbóli heimsins, að Keldum. Bærinn stóð líklega á lágum hól, nærri efst í kverk í góðu skjóli og rétt austan við Sandgilju, eftir að hún kom úr þrengsl- um milli brattra brúna: Laufflatabrúnar til suðuráttar að vestan, en Skógshraunsbrúnar til sa. að austanverðu. Rýmkast fljótt bilið milli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.