Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Síða 136
138
og á Austasta Reyðarvatni, þótt lítill sé hjá þeim öllum þar.1 Litlu
ofar, uppi á brúninni og austan við götuna (sem enn sést mörkuð af
vörðubrotum) sást á rúst af kofa, sem að mestu var hulin, þó sást
hleðslugrjót og hellublöð út úr rofi. Hefir líklega verið lambaborg.
Enn er eftir að nefna mesta mannvirkið á Litla Reyðarvatni, sem
vissulega getur ekki verið yngra að mun en akurinn, þ. e. varnar-
garður mikill. Sést fyrir honum, að því er virðist,frá uppsprettu lækjar-
ins uppi á brúninni að sunnanverðu, austur um brúnina. Hverfur þá
alveg í sand í slakkanum milli brúna, eða hefir verið þar úr torfi.
En virðist þó hafa legið þvert norður yfir Stórháls. Sást þar samt
óljóst fyrir honum, þá er eg skoðaði, bæði af sandfylli og miklum
blöðkumelahólum. En norðan við hálsinn kemur hann aftur greinilega
í ljós út undan stórum melhól (árið 1945), og sést fyrir hleðslu á
moldarhrygg, nokkra tugi faðma, í stefnu á uppsprettur miklar, sem
nefnast Miðbotnar, og fyrir neðan rúst þá, sem næst verður nefnd.
Hafi þetta verið einn samfelldur garður, eins og útlit er fyrir, þá
hefir hann skipt þúsundum metra á lengd og afgirt saman tún og
engjar á Litla Reyðarvatni. Sýna slík mannvirki á landþröngu smá-
býli býsna mikinn búnaðarþroska bænda á frjálsræðis- og velgengnis
tímum þeirra. Ólíkt að áræði, dáð og dug en á síðari öldum, allt
fram á síðustu ár 18. aldar, og líka langt fram á 19. öld, meðan
enginn túngarðsspotti var til um samangengnu túnin á mörgum stór-
býlum. Jafnvel þótt verðlaun fengjust fyrir 5—10 faðma og teljandi
þótti, ef bóndi gat byggt tvo faðma á ári!
31. Miðbotnar. Svo heita lækjaruppsprettur stórar, fyrir norðan
Stórháls, eins og þegar er sagt. I slakkanum austur af uppsprettum
þessum sjást nú byggðarleifar litlar. Skúli á Keldum fann þær (ná-
lægt 1930), eftir að Reyðarvatnsheiði, mikil og góð, hafði elt Knæf-
hólaheiðina út í veður og vatn. — Goltjörn, djúp og mikil, var þar
1) Ef einhver vildi halda, að þetta væri fremur kálgarður en akur, þá
væri honum hollt að hugleiða þrennt: — 1. Á síðustu áratugum bjuggu
fátækir menn á Litla Reyðarvatni og ekkja síðast (Ingibjörg Jónsdóttir).
— 2. Áður en kálgarðar urðu til í sveitum á síðari öldum (að undanskild-
um Hlíðarenda og Skálholti), skipaði Friðrik konungur V., 1754, að byggja
láta kálgarða á 10 hundraða jörðum og stærri. En Litla Reyðarvatn var
alltaf langt fyrir neðan 10 hundruð. — 3. Skipun konungs var ekki betur
hlýtt en svo, að eftir þriðjung aldar, 1787, eru á öllum Rangárvöllum taldir
fram 10 kálgarðar, enginn ofar en á Selalæk (þrír í Odda, tveir í Oddhól),
og 1792 eru þeir ekki orðnir nema 7 og eins 1801, svo 1811 eru kálgarðar
þó orðnir 24 notaðir alls. Sjálfsagt litlir allir og helzt á stóru býlunum neðar
í sveitinni. — 4. Árið 1812 er kotið alveg yfirgefið.