Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Page 138
140
1922, er hann var fluttur að Stóra Hofi, og þaðan að Strönd 1933.
Þar var og broshýr staður og bújörð góð, túnið slétt og mikið í skjóli
sv. undir hárri brún og um hana. Bæjartjörnin með silungsveiði (not-
aðri í viðlögum) fram af varpanum, silfurtær uppspretta fáa tugi
faðma fyrir austan bæjarröndina og lækurinn meðfram túninu að
vestanverðu. Hagbeitin ágæt austur af bænum og skjólgóð í hraun-
heiðum hærri og lægri, slægja um sinn ,,milli lækja“, og torfskurður
góður. — Þangað í námunda var löngum sótt heytorf frá Keldum.
Engjalaus er jörðin þó talin og torfrista slæm 1711, og ,,högum spillir
sandur“. Silungsveiði ekki nefnd. Samt er þar enginn óverubúskapur
hjá Marteini lögréttumanni Björnssyni: 9 kýr, 5 naut, 332 sauð-
kindur og 58 hross. — Um fyrstu byggð á Reyðarvatni er ekkert
hægt að segja annað en áður er drepið á. (Sbr. bls. 135—36).
Getið er um hálfkirkju þar eða bænahús 1583, sjálfsagt þó miklu
eldra, og enn var það til 1711; var þá messað þar, þegar heimilis-
fólkið fór til altaris.
Bærinn og breytingin. Skipulagi bæjarins á Keyðarvatni var hagað líkt
og á öðrum bæjum meiri háttar á Rangárvöllum, langt fram á 19. öldina
og fram yfir aldamótin. En slíkt bæjarlag varaði þó naumast lengur al-
mennt en eina öld. — Fram yfir aldamótin 1800 voru skálar til á mörgum
bæjum, en þá orðnir litlir og til minni nota en áður. Húsaskipun nokkuð
öðruvísi og lítið um þil eða þiljur í bænum sjálfum, hvað þá heldur í öðr-
um húsum kotbæjanna. En allt var það veglegra og mörg stafnþilin á stóru
bæjunum. Bæjarröndin á Reyðarvatni var þannig: Smiðja austast, þá þing-
hús, skemmur tvær, bæjardyr (með göngum inn af til búrs og eldhúss og
vestur til baðstofu), þá loftbaðstofa og vestast skemma eða smíðahús. Hús
þessi sjö, sem fram sneru, voru öll með standþiljum á framstafni, veggir
þykkir milli, hlaðnir grjóti innan, ásamt gaflhlöðum, kömpum, hlöðnum
vel, og sundum milli stafnþilja og torfþökum. Þetta var mikil og fögur
bæjarrönd, þótt þilin væru tjörguð, en ekki máluð. Hellustétt (hlaðið) var
með henni endilangri, og svo traðir vestur að vaðinu á læknum, gangbrú
var líka yfir hann. Laust frá bænum við traðirnar og að þeim sneri fjósið
og hesthús, og þar við hesthús tvö, er sneru til vesturs. En að baki húsanna
var heygarðurinn, allt ein samfelld, ferhyrnd bygging. Fjósið var tvístætt
(8 eða 10 básar?), en ekki þil á húsum þessum. Heyhlaða var byggð þarna
á milli 1880 og 90. Svo og timburhús, þar sem bærinn stóð, 1895. Undir
því var kjallari hlaðinn úr hraungrýti og veggur sömuleiðis bak við húsið.
Grjótveggur sá gekk inn í húsið, en hleðslan sveik undan því í landskjálft-
unum árið eftir, svo nærri lá, að það færi á hliðina. En fljótt var það rifið