Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Page 153

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Page 153
155 hallar því öllu að læknum. Nesið er víðlent, hefir aldrei eyðilagzt af sandi, nema efst, og gæti næstum allt verið samfelld slægja, síðan það var afgirt. — Gróður hefir aukizt mikið efst í Nesinu í mínu minni, og teygir sig nú alstaðar upp í miðjar brúnir. Þarna er líka kominn mikill en strjáll smáhnjótagróður uppi á sandinum, og er grávíðir úr Nesinu (sem þar er þó fremur Iítill til) byrjaður að sá sér upp og gróa þar innan girðingarinnar móts við Gröf. En svo sem engan mun sá eg (1936) á grashnjótum utan og innan girðingar þó nokkrum árum eftir að girt var. Blásið hefir af Bjallanum niður í möl að norðvestanverðu, en er nú hættulaust. Lind ein lítil er vestan við bæjarstæðið, en langt nokkuð að Grafarneslæk, er sveigir þar frá sv. lægri til vestlægrar stefnu við Nesið. Við lækinn er há og snarbrött brún að austan og sunnanverðu, með sandbrekkum og bökkum efst víðast hvar. Gróður er þó við lækinn og blástrar hættir þar. Ýmislegt um jörðina, mat, eign og áhöfn. Gröfin hefir lengstum verið bændaeign að miklu leyti, þó átti konungur í henni um sinn 5 hundruð og Skálholtskirkja 15 hundruð. En stólseign þessa með 5 kvígildum seldi Ögmundur biskup, árið 1528, Eiriki Torfasyni í Klofa fyrir Grafarbakka í Ytri Hrepp. En þá jörð lét biskup samtímis til séra Jóns Héðinssonar í ráðsmannslaun hans. — Elzta mat, sem þekkist á Gröf er frá því árið 1681, og er þá 30 hundruð með 150 álna landskuld, 5y2 leigukvígildi og 3 eignar- kvígildum og því mikið bú. En 15 árum síðar, 1696, er hún talin 25 hundruð og fer óðum hnignandi úr því. Þó hafa sennilega háir bakkar lengi og vel hlíft haglendisvelli Grafar, og gárinn, sem eyðilagði Litla Odda, verið margar aldir að brjóta bakka austur eftir. Lækurinn hefir líka um skeið verið að spilla Nesinu, en nú er hann hættur því fyrir löngu, svo teljandi sé, því Nesið hefir hækkað við sandáburðinn. Svo er sagt í Jarðabókinni 1711, að Hróarslækur beri á engjarnar „grjót, aur og mold og spilli þeim eftir hendinni“, og „högum spillir blástur". — En þrátt fyrir þessi spjöll er þar þó enn tvíbýli, og var svo lengi eftir það. Líka var þar myndar- legur búskapur og fleytti jörðin þá enn miklum fénaði. Voru hjá báðum til samans: 12 kýr, 3 naut, 14 hross, 193 kindur. Kvígildi voru þá 6 (áður 7) og landskuld ekki minni en 9 lambær. Næstu hálfa öld verður eyði- leggingin enn hægfara, og má svo heita, að jafnmiklu búi sé enn haldið þar 1760. Um þetta bil voru tínd ber á Grafarvelli og í Skollahólum, er voru skammt vestur á sandinum og háir sandsteinshryggir fram á vora daga, en eru nú burtu blásnir að mestu leyti. Um móðuharðindin miklu gerir Jón Jónsson sýslumaður skýrslu um tjón og hjálparþörf fátækustu bænda í Rangárvallasýslu, 1. sept. 1786 (Þskjs. A 53). Þar telur hann m. a.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.