Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 4
116
peninga, þá er hann betur staddur. Peningar eru
vara, sem allir vilja kjósa sjer, af því þeir geta á-
vallt fengið fyrir hana hvern þann hlut, sem geng-
ur kaupum og sölum.
Peningar verða notaðir til að geyma gildi, sem
ekki verða geymd ella. f>eir eyðast ekki, skemm-
ast ekki, þó þeir sjeu geymdir. peir maðka ekki
á sumrum og frjósa ekki tii skemmda á vetrum,
og það kostar ekkert að hafa þá. Aðrar vörur
rýrna við að liggja, kornið rýrnar og saltfiskurinn
skemmist, vefnaður verður stökkur og ónýtur ef
hann geymist til lengdar. Sá sem vill geyma kind,
hest, eða kú verður að kosta miklu til þess, og svo
er skepnan öll dauðleg. jpví er ekki ofsagt að pen-
ingar hjálpa til að geyma, og til að auka sparnað.
Og enn meiri framför á sama stigi var það, þegar
fundnir voru upp geymslubankar, sem geymdu pen-
inga manna óhulta fyrir litla borgun. Og þá var
enn meiri framför í því, þegar sparisjóðirnir og bank-
arnir komust á fót, sem ekki einungis geyma fje
manna fyrir ekkert, heldur gefa mönnum laun fyrir
að spara; — þau iaun eru rentan,
Peningarnir gjöra mönnum auðveldara að skipta
vinnunni á milli sín. svo að einn vinni þetta, en ann-
ar vinni hitt. Ábatinn við það er sá, að hver fyrir
sig verður duglegri og fimari við verk sitt, þegar
hann ávalt gjörir hið sama. Jeg leyfi mjer að vísa
lesaranum til bóka um þjóðmegunarfræði, því ekki
er hjer tími að fara lengra út í þetta mál. Pen-
ingarnir ljetta skiptingu vinnunnar með því, að ljetta
verzlun, því ef verzlunin væri ekki, þá væri ómögu-
legt að skipta vinnunni niður á milli manna.
Peningar styðja rjettlæti í viðskiptum alveg á
sama hátt, og rjett vog og rjettur mælir; og fram