Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 17
129
1854—6o virði 172 mill. pd. sterl. (innfl, vara).
1861—63 — 232 — — —----------------------
árið 1872 — 625 — — —--------------------
Og þessu lfkt er víðar.
Enn er þess að gæta að við nýlendurnar hafa
menn áður skipt vöru á móti vöru, eða haft þar
vöruverzlun, en þessu er víðast breytt nú, og þar
er að komast á peningaverzlun. Ný lönd geta
komið inn í verzlunarlífið, eða komizt svo upp, eptir
því sem samgöngur vaxa, að þau taki meiri þátt í
verzluninni. Meðal þessara landa er Rússland, þar
liggja enn öld eptir öld, margar vörur verðlausar
að kalla, og það þvílfkt ógrynni fjár, af því samgöng-
urnar í landinu sjálfu eiu svo slæmar, að vörunum verð-
ur ekki komið á markaðinn. f>á eru innri hlutar
Tyrklands, þá öll suðurálfa, nema Egyptaland, og
svo miðhluti austurálfu. í»að gæti aptur breytt gildi
peninga f norðurálfu, að peningarnir færu að flytj-
ast aptur frá Kína og austurálfu, því norðurálfubú-
ar keyptu lengi allar vörur þaðan fyrir peninga og
Kfnveijar tóku helst ekki annað. f>etta kom afþví
að peningar höfðu miklu meira verð í sjer í austur-
álfu en f norðurálfu, en þegar verðhalli þessi var
jafnaður, var vöru verzlað gegn vöru, og nú eru
austurálfumenn farnir að kaupa vörur norðurálfu-
manna fyrir peninga aptur. Verzlunarsviðið stækk-
ar og mun stækka langa hrfð enn, og eptir því sem
það stækkar, þarf viðskiptalífið meira af gulli og
silfri, ef peningar ættu að halda verði sínu. Eptir
þvf sem herbergið er stærra, þarf meiri eld til að
halda því heitu.
Hvort verður svo heldur, falla peningar í verði,
eða hækka þeir? Vjer höfum nú um stund skoðað
Tímarit hins íslenzka Bðkmenntafjelags XI. 9