Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 22
134
ar er fyrsta skilyrði lífsins, og við það verður við-
hald lífsins ódýrara og hægra.
IX.
Peningar: Verð peirra í ýmsum löndum, og atvinnu-
vegum
Peningar hafa ekki sama gildii fyrir alla, held-
ur mjög ýmislegt verð. parfir manna eru svo ólík-
ar eptir stöðu þeirra i fjelaginu. Sumir verða að sýn-
ast, aðrir þurfa þess ekki. f>að er munur á þörfum
smaladrengsinsins, og þörfum amtmannsins. Smala-
drengurinn fullnægir þörfum sínum um árið með
kannske 200 krónum, amtmaðurinn kemst ekki af
með 4000 kr. Með öðrum orðum 4000 krónurnar
amtmannsins eru ekki meiri fyrir hann, en 200
krónurnar eru fyrir smaladrenginn.
Eins er sama máli að gegna, að munur er á
tveim stöðum á sama landi. Dýrara er að lifa í kaup-
stað en uppi í sveit. 1000 krónur um árið eru ekki
mikið handa einhleypum manni i Reykjavík, en auður
fyrir einhleypan á Hornströndum. Og það er mikið
að kenna samgönguleysinu. pessi munur er þó ekki
eins mikill og hann sýnist, þvi á öðrum staðnum
gefur maðurinn meira út —hefur fieiri þarfir, — og
verður þvf að vinna sjer meira inn. Á hinum staðn-
um gefur hann minna út — hefur færri þarfir —
og þarf því ekki að vinna sjer eins mikið inn. Við-
hald lífsins kostar á öðrum staðnum meira, en hann
fær meira fyrir vinnu sfna. Á hinum staðnnm kost-
ar það minna, og vinnan er þá borguð verr.
Eins er munur á verði peninga í ýmsum lönd-
um, en það varir einungis skamma stund. Verzl-
unin jafnar það fljótt út, sje hún frjáls, og eðlileg.
Skýru málmarnir eru ódýrastir í námulöndunum, og