Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 86
198
til að lesa læknisfræði, og gæti komið hingað
til þess eingöngu að gefa sig við læknisfræði, þeg-
ar hann hefði numið nokkuð í latínu; þettasegi jeg,
svo að maður á sínum tíma gæti vitað, hvern fá
ætti til landsins eptir yður, því að öðrum kosti ótt-
ast jeg, að þessi stofnun, sem hefur kostað svo
mikla fyrirhöfn að koma á fót, muni deyja útaf með
yður. Hugsið rækilega um þetta mál. Á vorum
beztu stofnunum hefur verið sá annmarki, að maður
að eins hefur hugsað um yfirstandandi tíma, en
sjaldan eða aldrei um ókominn tíma“.
Bjarni svarar því brjefi síðar, og segist enn ekki
hafa augastað á neinum, en hann skuli hafa það
hugfast; þakkar hann Hjelmstjerne mikið fyrir um-
hyggju sina fyrir þessu landi.
Bjarni fjekk því loks framgengt, að piltar gáfu
sig í kennslu hjá honum, og samkvæmt erindisbrjefi
hans prófaði hann á alþingi 20. júlí 1763 sinn fyrsta
lærisvein Magnús Guffmundsson; við próf þetta voru
þessir höfðingjar viðstaddir: Magnús Gíslason, S.
Sölvason, B. Marcússon, O. Stephdnson, Pjetur Thor-
stemsson. Fjórum árum síðar er Hallgrímur Jóns-
son Bachmann prófaður, og síðar Brynjólfur Pjet-
ursson og jón Einarssonx. Auk þessara manna
voru ýmsit, sem voru til kennslu um tíma en luku
sjer eigi af, heldur hættu í miðju kafi, urðu prestar
eða tóku annað fyrir. Eigi var neitt ákveðið um
það í erindisbrjefi Bjarna, hversu lengi læknaefnin
ættu að vera til kennslu, en eptir því sem ráða má
af brjefi til Bjarna frá amtmanni, er auðsjeð, að
1) Bjarni veitti tveimur leikmönuum lækningaleyfi nfl.
Bjarna Jónssyni sem hann setti í ísafjarðar- og Barðastraudar-
sýslu, og Hjálmari Erlendssyni sem hann setti á Kjalarnesi og
í Kjós, og prófaði Bjarni þá báða, áður en þeir fengu lækn-
íngaleyfið.