Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 50
162
þessari jurt, og hef jeg í huga að auka
ræktun hennar mjög mikið. Jeg ímynda
mjer að hún seljist vel á Englandi.
Daucus carota. Á góðum sumrum má fá góðar gul-
rætur með því að sá til þeirra á vorum.
Einkum í nánd við hveri geta þær orðið
eins stórar og í Danmörku. En er illa
ærir á sumrum, getum vjer eigi átt það
víst að fá neitt upp úr vorsáningunni.
Viljum vjer eiga það víst, verðum vjer að
sá til þeirra á haustin, og þá eru plönt-
urnar orðnar 6—8 þumlunga háar í miðj-
um júlímánuði; en þá koma þær fyrst upp,
sem sáð er til á vorin, og þannig halda
þær, sem sáð er til á haustin, áfram að
vera á undan hinum. Jeg hef getið þess,
að næpur og Rödbeder, sem sáð var til á
hausti til reynslu, heppnuðust eigi. J>ær
komu reyndar ágætlega upp og gáfu
beztu vonir í byrjuninni, unz þær tóku að
blómgast.og var rótin mjög trjenuð. Haust-
sáninguna á sjálfsagt að nota, eins og
proýessor Schúbeler segir, einungis við
skýlujurtir. Síðustu árin hef jeg einung-
is ræktað Randers Carot og hina Hornsku.
Jeg hef látið aka nokkrum sandi í garð-
inn, og haft gamalt hrossatað til áburðar.
Fragaria vesca. Tvö síðustu árin hefur mjer heppn-
azt að fá góð jarðarber; jeg hef reyndar
eigi fengið mikið af þeim, með þvíaðjeg
hef haft einungis 30 plöntur af ýmsum
tegundum. Jeg hef gróðursett þær sunn-
an undir skíðgarði, og hef þrjá fjórðunga
álnar á millum þeirra; moldin þar er feit,
stungin upp djúpt niður, og vel tödd.