Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 28
140
kemur allt af þvi, að verzlunin er óeðlileg, og vöru-
verzlun í staðinn fyrir peningaverzlun, en annars
kemur einhver hlutur sem vjer óskum eptir inn i
landið, fyrir hverja þá upphæð af peningum sem
fer út úr því.
XI.
Peningar: mótun peirra.
Til þess að peningarnir geti verið áreiðanlegir^
þá hafa nú stjórnir allra landa tekið mótun þeirra i
hendur sinar. Áður gjörðu margir þetta, og afleið-
ingin var, að hver kepptist við annan um, að
hafa þá sem versta. Mikið hefur verið talað og
skrifað um það. að allur heimurinn ætti að hafa
sama mót og sömu reikningseiningu. Reiknings-
eining er það sem allar upphæðir eru reiknaðar ept-
ir, þegar talið er í peningum Á íslandi er krónan
reikningseiningin. frankinn á Frakklandi og víðar,
pundið í Englandi. Reikningseiningunni ætti svo
ávallt að skipta í ioo smápeninga. Síðustu 20 ár
hefur þessari hugmynd miðað töluvert fram í norð-
urálfu. 5 eða 6 ríki hafa tekið upp frankann eins
og Frakkland, þau eru Belgía, Svissland, Ítalía og
Grikkland. Norðurlönd hafa öll tekið krónuna
fyrir reikningseining, og f>ýzkaland hefur fært sig
nær peningareikning Englands, með því að skipa
þegnum sínum reicksmark fyrir reikningseiningu,
og það er næstum sama og 1 shilling enskur. Að
lokunum er því ekki óliklegt, að heimurinn allur
taki upp sömu peninga, sama mál og sömu vigt.
Lögun peninga hefur verið ýmisleg áður, og
menn hefur einnig greint á um það hvernig þeir
ættu að vera. Hnöttóttir peningar slitna lítið, en
galli þeirra er, að ættu menn að móta gull á þann