Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 136
248
Kaupmannahöfn 1882 með 2. lakari einkunn. Hann
er praktíserandi læknir í Kaupmannahöfn.
Kona han ser Johanne Nanna Birgitte Herazeck,
dóttir vopnasmiðs í Kaupmannahöfn Johan Seier
Herazeck og Birgitte Dorottea Lovise Deissner.
g. Olajur Stephensen, fæddur í Holti í Önund-
arfírði 22. desember 1864, sonur Stefáns prófasts
Stephensens í Yatnsfirði og Guðrúnar Pálsdóttur
Melsteð; útskrifaður úr Reykjavikurskóla 1885 með
3. einkunn; tók próf í læknisfræði við læknaskólann
f Reykjavík i8go með 3. einkunn. Er nú á spítöl-
um í Kaupmannahöfn.
10. Richard Sveinbjörn Olafsen, fæddur í Kebla-
vík 3. janúar i84g, sonur kaupmanns Sveinbjörns
Ólafssonar og Málfriðar Arnadóttur; útskrifaður úr
Rvíkurskóla 1873 með 2. einkunn; tók próf í læknis-
fræði við háskólann i Khöfn 1882 með 2. lakari ein-
kunn. Hann er praktíserandi læknir á Sjálandi.
Kona hans er Elisabeth Olivia Matthilde Smith,
dóttir Emil Ole Ludvig Smith prests og Caroline
Louise Marie Juby.
11. Iheódór þórðarson Sveinbjörnsson, fæddur f
Nesi við Seltjörn 22. apríl 1841. sonur háyfirdóm-
ara fórðar Sveinbjörnssonar og Kirstine Cathrine
Knudsen; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1858 með
1. einkunn; tók próf í læknisfræði við háskólann f
Kaupmannahöfn 1866 með 1. einkunn; var praktí-
serandi læknir í Silkeborg á Jótlandi.
Hann andaðist í Silkeborg 21. desember 1883.
Kona hans var Selma Ritta Johanne Mathilde
Knudsen, fósturdóttir Knudsens, prests í Blegind og
Hörning í Árós-stipti.
12. Tómas Helgason, fæddur 8. júní 1863 á Görð-
um á Álptanesi, sonur forstöðumanns prestaskólans
í Reykjavík Helga Halfdánarsonar og J>órhildar