Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 89
201
vart er teljandi kennsla sú, sem landlæknir Jón
porsteinsson hafði fyrstu árin sin (meðal kennslu-
pilta var Jón Hjaltalín, er síðar varð landlæknir); var
það hvorttveggja, að Jón þorsteinsson var andvíg-
ur innlendri læknakennslu, enda munu læknastörf
hans alls eigi hafa leyft honum að hafa kennslu á
hendi að neinu gagni.
Eptir því sem fólkinu fjölgaði í landinu, eptir
þvi kom það betur og betur í ijós, hversu illa menn
voru staddir, er sjúkdóm bar að höndum og því
var það, að til alþingis fóru að berast umkvartanir
og bænarskrár um, að þingið gjörði sitt til að reyna
hið bráðasta að bæta úr þessum sannkölluðu vand-
ræðum. Svo virðist líka, sem þetta hafi þá verið
mikið áhugamál helztu manna landsins; en menn
voru eigi á eitt sáttir um það, hver væri beztur og
greiðastur vegur til þess að bæta læknaskipun
landsins. Alþingi, sem háð var 1847, fá hjer
settan spítala og innlenda lœknakennslu, líkt og ver-
ið hafði áður, en landlæknir Jönþorsteinsson var þessu
mjög mótfallinn, en bar aptur á móti upp þá uppá-
stungu, að ailir hjeraðslæknar, sem tekið hefðu fullkom-
iðlæknispróf við háskólann íKaupmannahöfn, fengju
leyfi til að kenna gáfuðum mönnum, sem til þess
væru fallnir, læknisfræði; árangurinn af þessu var
konungsúrsk. 12. ágúst 1848 um hina svo nefndu
„aðstodarlækna','‘\ kennsla sú, sem þessum læknum
ætti að veita, skyldi einkum vera miðuð við alla
verklega framkvæmd en vera laus við alla vísinda-
lega útlistun; það ætti að kenna þeim að liðsinna
til bráðabirgða þeim, sem hefðu meitt sig eða öðr-
um sjúklingum, þangað til náð yrði til læknis, og
skyldi því haga kennslu þeirra á þann hátt, að þeir
bæru skin á meiðsli og sjúkdóma, er optast kæmu
fyrir og reglurnar um meðferð þeirra á fyrsta stigi,