Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 26
138
En hvað um það, setningarnar báðar — sem eru
^dó í rauninni ein setning — hvíla á gömlum mis-
skilningi, sem margur góður drengur hefur trúað
áður, og trúir enn.
f»að var gömul kenning sem kenndi mönnum
það, að gull og silfur væri sá einasti auður á jörð-
inni, allt annað væru að eins meðöl, til að fá gull og
silfur fyrir. pessi kenning er nú fyrir löngu hrak-
in og fallin úr gildi, en leifar hennar finnast í dag-
lega lífinu. í>að voru hennar átrúendur sem
fundu upp tollana á fyrri öldum, og gjörðu það að
hver þjóð fyrir sig lagði ýmist bann á vöru — inn-
flutninga frá hinum, eða þá að minnsta kosti afar-
háa tolla á þá, og allt þetta var gjört til þess, að
hún gæti ekki keypt neitt af öðrum þjóðum, svo
að „peningarnir færi ekki út úr landinn11. Afþessu
kom upp kritur á milli þjóðanna, hver reyndi bæði
að eyðileggja sig og aðra með farbönnum og toll-
um, og afleiðingin var styrjaldir og ófriður sem
vöruðu lengi og komu opt fyrir. Menn drápu hverj-
ir aðra hrönnum saraan, allt til þess að „peningarn-
ir færu ekki út úr landinu“.
J>að getur staðið svo á, að illt sje að missa
peningana út úr landinu. En þegar verzlunin er f
oðlilegu horfi, þá er setningin alveg ónauðsynleg
trúargrein. Mín skoðun er sú, og hefur verið sett
fram áður, að hvert land sem nokkra verzlun hefur,
þurfi ávallt vissa upphæð af peningum til að reka
verzlunina með. Ef það hefur meira af peningum
en þessa upphæð, þá verður afganginum varið til
nýrra fyrirtækja, eða til að færa þau út, sem fyrir
eru, en þá falla peningarnir bráðum í verði. Eða
þá að afgangurinn verður sendur út úr landinu til
að kaupa meira af útlendingum.