Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 39
151
Trje og runnar.
Acer. Mösurtegundunum verður því að eins hald-
ið lifandi í mörg ár, að þær sjeu þaktar
á vetrum. þ»að stendur því á litlu um
þær.
Betula. Birkiræktunin hefur verið reynd á þrjá
vegu:
1. að gróðursetja íslenzkt birki,
2. að gróðursetja útlenzkt birki, og
3. að sá birkifræi, bæði frá Noregi
og Danmörku; en allar þessar tilraunir
hafa með öllu misheppnazt, og get jeg
eigi gjört grein fyrir, hversu á því stend-
ur.
Cytisus. Alpinus hefur eigi heppnazt eins vel og
jeg gjörði mjer vonir um 1886; plönturn-
ar skrælnuðu upp smátt og smátt, og dóu
loks út. Laburnum hef jeg enn í garði
mínum, en jeg hef orðið að gróðursetja
þá jurt að nýju hvað eptir annað.
Lonicera Cœrulea er jurt fjarska hörð af sjer. Hún
þolir hinn harðasta vetur án skýlis, þolir
talsvert frost á vorum, er hún tekur að
skjóta frjóöngum. Hún fær blóm ár hvert
i byrjun júnímánaðar, og stundum aptur
síðast í septembermánuði, eins og t. a. m.
þetta árið. petta árið urðu ber fullþroska á
einum runni, og var hann gróðursettur 8.
dagjúnímánaðar 1883. Tatarica virðist að
standa næst Cærulea að hörku, og verður
miklu stærri. Xylosteum og hinar tegundir
þessarar jurtar, sem jeg hef reynt, þrífast
eigi eins vel.
Ribes. Af Ribes rubrum og nigrum eru nú í
garði mínum allstórir runnar, sem vaxið