Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 124
236
laust var. Hann andaðist að Hofi í Hörgárdal io.
júní 1870.
Kona hans var Halldóra þorláksdóttir frá Skriðu
Hallgrímssonar.
45. Páll Jakob Blöndal, fæddur í Hvammi í
Húnavatnssýslu 27. desember 1840, sonur sýslu-
manns í Húnavatnssýslu Björns Auðunarsonar Blön-
dals og Guðrúnar J>órðardóttur; útskrifaður úr
Reykjavíkurskóla 1861 með 1. einkunn; tók próf i
læknisfræði í Reykjavík 1868 með 1. einkunn; sett-
ur læknir i Borgarfjarðar- og Mýrasýslu?i868; fjekk
veitingu fyrir 3. læknishjeraði 14. ágúst 1876.
Kona hans er Elín Guðrún Jónsdóttir, dóttir
sýslumanns og skálds Jóns J>órðarsonar Thor-
oddsens og Ólafar Hallgrímsdóttur.
Hann býr í Stafholtsey i Borgarfirði.
46. Páll þorbergsson (Melantrix), fæddur 20.
júlí 1797 á Hafsteinsslöðum í Skagafirði, sonur f>or-
bergs Jónssonar, bónda á Dúki og J>uríðar Jóns-
dóttur, prests á Ríp; útskrifaður úr Bessastaðaskóla
1817; tók próf í læknisfræði (Ex. chir.) við háskól-
ann i Kaupmannahöfn 1828 með 1. einkunn; skipað-
ur fjórðungslæknir í Vestfjörðum 21. júlí 1830;
hann drukknaðl1 á Breiðasundi á Breiðafirði 9. júlí
1831.
1) Svo Begir Gísli Konráösson frá þessum atburði: „Páll
læknir fjekk Vestfirði til læknaumdæmis og skyldi hann búa
vestur á Skálanesi í tíarðastrandarsýslu og var hann þá litla
hrið, áður hann byggðist vestur, að Glæsibæ út frá Reynisstað
með móður sinni og stjúpa og læknaði þá marga, svo mikið
orð fór af. Maður hjet Stefán Tómasson, Skagfirðingur, er gaf
sig í læringn hjá Páli, ungur maður og all-röskur; fylgdi hann
Páli vestur, og var þá fyrst r ðið að skoða ábýli hans Skála-
nes, er verða skyldi, er þá var konungsjörð, en er Páll kom
vestur, vildi hann finna Odd lækni Hjaltalín, er þá bjó að Hrauni