Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 98
210
fógeta á HHðarenda Sigurðssonar. f>au áttu eigi
börn.
3. Tómas Klog, fæddur á Vestmannaeyjum 15.
apríl 1768, sonur kaupmanns Hans Klog á Vest-
mannaeyjum; útskrifaður úr Skálholtsskóla 1785;
tók próf (Exam. medic.) í læknisfræði við háskól-
ann í Kaupmannahöfn 1804 með 2. einkunn. Var
skipaður landlæknir 25. maí 1804; kom hingað til
Reykjavíkur 29. júni s. á.; var veitt lausn 1 náð 23.
júni 1815, en var þó við til 1816; var skipaður stipts-
fysikus fyrir Láland og Falstur í Danmörku 13.
desember 1816 og andaðist í Nykjöbing á Falstri
31. janúar 1824.
Kona hans var dönsk.
Hann bjó í Reykjavík þangað til um haustið
1807, er hann flutti að Nesi við Seltjörn. Hann
gat ekki flutt sig strax í Nesstofu sakir þess,
að húsið var að hans áliti þá óbyggilegt (0: þau her-
bergi, sem hann átti að búa í; lyfsalinn bjó í hinum
helmingnum); það þurfti mjög mikillar viðgjörðar og
átti Klog í miklu stríði bæði við yfirvöldin hjer og
stjórnina útaf þessu; loks var farið að gjöra við
stofuna, svo Klog gat flutt sig, en viðgjörðin var
ekki betri en svo, að húsið hrip-lak, er hann kom
þar.
Hann kenndi einum manni, Olafi Loptssyni, lækn-
isfræði, sjá bls. 200.
4. Jón þorsteinsson Thorstensen, fæddur á Kúfu-
stöðum í Húnavatnssýslu 7. júnf 1794, sonur þor-
steins Steinþórssonar bónda og Margrjetar Jóns-
dóttur, bónda í Húnavatnssýslu; útskrifaður úr Bessa-
staðaskóla 1815, fór um haustið til Kaupmannahafn-
ar og var innskrifaður í tölu stúdenta 19. okt.
1815; tók læknispróf (Ex. medic.) við háskólann í
Kaupmannahöfn 2. júlí 1819 með beztu einkunn