Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Side 87
199
Bjarni hefur ætlazt til að kennslutíminn væri að
minnsta kosti 3 ár og segir amtmaður „að sjerhver
blífi í 3 ár í kennslu hjá herra landphysico, appro-
bera jeg ei i mesta máta, heldur protestera, að þeir
fyrri lausir gefist". Með þvf að Bjarni var á sífeldu
ferðalagi og fjöldi sjúklinga leitaði til hans, hlýtur
læknakennslan að hafa verið í hjáverkum. Begar
landlæknir Klog sfðar sækir um, að meðgjöfin með
hverjum pilti sjeu 100 rikisdalir i stað 30 rikis-
dala getur hann þess, að 30 ríkisdala meðgjöfin sje
allt of Htil, og að landlæknar á undan sjer hafi
getað látið sjer nægja það, með því að brúka kennslu-
pilta jafnframt sem vinnumenn, þeir hafi látið þá
vinna öll vinnumannsverk, Samkvæmt kgs. úrsk.
8. apríl 1768 skyldu þeir, sem lærðu hjer læknis-
fræði sigla til Kaupmannahafnar, er kennslu væri
lokið hjá landlækni, til að menntast þar betur.
Eptir Bjarna tekur Jón Sveinsson við og sam-
kvæmt kgs. úrskurði dags. 13. inaí 1783 er svo sagt
fyrir, að hann megi taka 2 efnilega pilta til kennslu
i læknisfræði, en það verði að vera stúdentar og er
það tekið fram, að það sje nauðsynlegt, að þeir,
sem taki kennslu, hafi næga skólaþekking, svo þeir
hafi full not af kennslunni, og sjeu hæfir til
að verða aðnjótandi þeirra hlunninda, sem kon-
ungsúrsk. frá 8. april 1768 heimili öðrum íslenzkum
stúdentum, svo þeir geti framazt betur við háskól-
ann i Kaupmannahöfn; ennfremur er Jóni tilkynnt,
að veita megi læknaefnum 20 ríkisdali til bóka og fata
í stað 10 ríkisdala, sem áður hafi verið veittir til
þessa. Jón kenndi fjórum piltum en að eins einn,
Ari Arason, tók próf hjá honum, hinir sigldu til
Kaupmannahafnar, er þeir höfðu notið tilsagnarhjá
honum um skemmri eða lengri tíma, en enginn
þeirra tók þar próf.