Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 9
121
peninga, nema ríkisvöldin sjálf. og rjettur þeirra er
fast bundinn vissum og nákvæmum lögum, og það
er sprottið af rjettum skilningi á þýðingu peninganna
fyrir viðskiptalífið.
V.
Peningar-. gull og silfur hafa lækkað i verði.
Peningar hafa svo mikil áhrif á viðskipti
manna að verð þeirra hefur miklu meiri þýðingu,
enn verð nokkurrar annarar vöru. Verð þeirra
hefur einnig verið undirorpið mikilli breytingu frá
því fyrsta, og svo er enn. Menn hafa sjeð, að
stjórnarbiltingar hafa verið afleiðing af því, að þeir
lækkuðu i verði, og því getur hver hugsað sjer, að
ekki er um ómerkt atriði að ræða, þar sem þeir eiga
hlutinn að.
Eg mun fara mjög stutt yfir hjer. pegar
gull og silfur fór að flytjast til Norður-álfunnar ept-
ir að Colúmbus hafði dregið gulllönd Vesturheims
úr sjó, þá varð afleiðingin sú, að málmar þessir
tóku að falla í verði, við það urðu tekjur kon-
unga og ríkja, sem voru ákveðnar í peningum ó-
nógar, og hvað átti svo að gjöra? Saga þessa at-
burðar er hvað ljósust á Englandi. Karl I. var þá
konungur þar, þegar verðbreytingin var orðin mest,
Hann þurfti meira fje, og vildi því leggja á meiri
skatta. Parlíamentið hafði skattalöggjöfina svo á
valdi sínu, að ekkert gat fengist án þess vilja. Mál-
ið endaði að lokunum með uppreist, og að konung-
urinn var hálshöggvinn fyrir framan Whitehal. í
öðrum löndum, þar sem mótstaða lýðsins var minni,
þá endaði sama deilan með því, að konungarnir
náðu öllum völdum af aðals- presta- og borgarastjett-
inni og urðu einvaldir.