Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 16
128
peningar hækkuðu í verði, og að aðrar vörur lækk-
uðu, mældar með þeim.
Eitt sem gæti komið því til leiðar, væri ef
vörumagnið jykist, því það mundi gjöra þörfina á
peningum sterkari. Menn þurfa io sinnum meiri
peninga til að kaupa io hesta, en til að kaupa
einn, og eins er um allar aðrar vörur.
Að sama skapi sem vörurnar hafa styttri um-
ferðartíma, eða ganga fljótar hönd frá hendi, eptir
því þarf meira, það gæti þó jafnast upp aptur með
þvi að peningarnir yrðu sjálfir fljótari á ferðinni eins
og vörurnar. í þriðja lagi eykst verslun daglega
að því skapi sem menn skipta vinnunni betur á milli
sín, og verslunin verður frjálsari og meira af hin-
um gömlu tollgyrðingum og fordómum fellurburtu.
1850 keypti Danmörk útlendar vörur fyrir 60 milli-
ónir króna, 1870 fyrir 120 mill. kr. Jeg hef sjeð í
landshagsskýrslunum dönsku, að árið 1855 var öll
útlenda varan sem ísland keypti, álitin virði 1 milli-
ónar króna. Aptur hefur mjer reiknast að útflutta
varan frá íslandi 1870 hafi verið 3 millióna virði,
reiknað eptir kaupstaðarprísum. Aðfluttar vörur til
íslands kostuðu:
1880 .... 5,700,000 kr.
1881 .... 6,022,000 —
1882 .... 6,453,000 —
1883 .... 6,486,000 —
sem sýnir hve mikið vörumagn íslands hefur auk-
ist gagnvart peningum. Á þennan hátt hafa við-
skiptin aukist víðar. Eptir því sem Kolb. þýskur
hagfræðingur segir, þá voru útfluttar vörur frá Eng-
landi.
1821—30 virði 36 mill. pd. sterl. (að meðaltali).
1831—40 — 45 — — — —---
1841—50 — 57 — — — —---