Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 5
117
yfir það. f>að er rjettlátt að hver fái það fyrir vöru
sína, sem hann hefur kostað til hennar, þegar allur
kostnaður hans er reiknaður; það er að segja sje
kostnaðurinn nauðsynlegur. Engin vara fullnægir
betur þessari rjettlætistilfinningu, en sú sem vjer
höfum nú verið að tala um. Gulli og silfri má
skipta svo smátt, sem vera skal, án þess að þau
missi verð, lóð af gulli í einu stykki og lóð af gulli
í io pörtum er jafndýrt. Ef kúnni er skipt í parta
þá eru partarnir samanlagðir allir ekki eins dýrir
og heildin. Ef ljereptsalin er klippt óhöndulega
sundur þá eru partarnir ekki eins dýrir og alinin.
Svo er um margar vörur. Peningar styðja að rjett-
læti í viðskiptum, og eru verðnæm vara. — Maður
sem vill selja kú fyrir sauði getur vel haft skaða ef
hann fær ekki nema 5 sauði, en eigandi sauðanna
getur haft skaða eigi hann að láta 6. f>egar pen-
ingarnir eru með í kaupunum, er hægt að jafna hall-
ann. þ>ó þessi dæmi sjeu tekin eitt og eitt hjer að
eins sem sýnishorn, þá ber þess að gæta að þau
koina fyrir þúsundum saman í lífinu.
f>ar sem peningar voru ekki hafðir í viðskipt-
um áður, þá hefur vöntun þeirra, með mörgu öðru,
hjálpað til stórsynda þeirra, sem menn drýgðu gegn
heilum kynslóðum á tíma þeim, sem liðinn er. Við-
skipti öll voru torveld, hver mátti vinna allt fyrir
sjálfan sig, og gat því að eins afkastað litlu. Ef
nokkur viðskipti voru, þá vóru þau ranglát, svo
menn forðuðust þau; hver dró sinn taum með valdi
og afleiðingarnar voru þrældómur (Róm, austurálfa,
miðöldin í norðurálfu, bændaánauð, ljensdæmi, ófrelsi).
Aptur á móti þar, sem peniíigar og peningaverzlun
hafa fengið að njóta sin, þar hafa handiðnir staðið