Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 95
207
Hjaltalíns, og 1876 var hjeraðslæknir Tómas Hall-
grímsson skipaður fastur kennari við læknaskólann.
III.
Læknatal.
a. Landlæknar.
1. Bjarni Pálsson, fæddur á Upsum í Eyjafjarð-
arsýslu 12 maí 1719, sonur Páls prests Bjarnasonar,
áður á Hvanneyri í Siglufirði, og Sigríðar Asmunds-
dóttur; hann misti föður sinn 12 vetra og fluttist
þá með móður sinni að Stað i Hrútafirði; fór í Hóla-
skóla 1734: fór vorið 1736 úr skóla og heim til móð-
ur sinnar og var um tima fyrirvinna hjá henni; hann
útskrifaðist úr Hólaskóla 1745. Hann sigldi til Kaup-
mannahafnar 20. okt. 1746, og var innritaður i tölu
stúdenta við háskóiann 8. desember s. á.; varð philos.
baccalaureus 1. júli 1748; var með Eggert Olafssyni
á náttúruskoðunarferð hjer á landi 1750—51 og
aptur frá 1752—57 um haustið, er hann aptur sigldik
Hann var skipaður fyrsti landlæknir á íslandi 18.
marz 1760; kom út í Stykkishólmi 9. júlí sama ár;
reið þá þegar til alþingis og ljet birta veitingarbrjef
1) Sveinn Pálsson segir „að Bjarni hafi tekið Attestats
24. sept 1759 með efsta ærutitli i læknisfræðinni; átti lika kost.
á að taka doctorgraðinn i sömu mennt bæði þá og síðar, en
hvergi finnst að hann hafi skeytt því“. í veitingarbrjefi Bjarna
dags 18. marz 1760 er hann nefndur „studiosus" og bendir
þetta ljóslega á, að hann hefur alls eigi tekið reglulegt próf,
en líklegt er, að hann hafi verið prófaður í nokkrum vísinda-
greinum áður en honum var veitt embættið. Vicelögmaður
Magnús ólafsson ritar Bjarna til Kaupmannahafnar 16. sept.
1765 og segir: „Fallegt væri að hr. Frére við þetta tækifæri
tæki Doctorgraðen (0: tæki próf), sem muligt fæst gratis, það
væri ei all-lítil æra fyrir þig og land vort“. þetta bendir og
á, að Bjarni hefur aldrei tekið neitt embættispróf.