Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 108
220
Hrútafirði 29. júlí 1798; sonur Jóns bónda Jónsson-
ar og Guðlaugar Eiríksdóttur; hann misti foreldra
sína ekki fjögra vetra; ólst upp hjá sjera Stefáni Bene-
diktssyni, síðast presti að Hjarðarholti, fram yfir ferm-
ingu; fór svo til sjera Árna Helgasonar, sem þá
var prestur á Reynivöllum í Kjós og nam þarskóla-
lærdóm og var útskrifaður af sjera Árna Helgasyni
1819; var síðan í 6 ár skrifari hjá Magnúsi confer-
entsráð Stephensen í Viðey og svo 1 ár barnakenn-
ari hjá kaupmanni Óla Möller í Reykjavík; fór svo
til Kaupmannahafnar i827 ogtókþar próf (Ex. chir.)
í læknisfræði við háskólann 1832 með 2. eink-
unn; honum var veitt iæknisembættið í Eyjafjarðar-
og J>ingeyjarsýslu 11. maí 1832 og þjónaði því til
dauðadags, 29. júlí 1855. Hann andaðist á Húsavík
úr lungnabólgu.
Kona hans var Ane Marie Olsen, fósturdóttir
verzlunarstjóra A. Mohrs á Akureyri, hún lifir enn
í Kaupmannahöfn.
14. Einar Oddur Guðjóhnsen, fæddur í Reykja-
vík 17. febrúar 1849, sonur organista Pjeturs Guð-
jóhnsens og Guðrúnar Knudsen; útskrifaður úr Reykja-
víkurskóla 1869 með 2. einkunn; tók próf 1 læknis-
fræði í Reykjavík 1872 með 2. einkunn; var á spf-
tölum í Kaupmannahöfn 1872—73; skipaður hjer-
aóslæknir i Norðurmúlasýslu og eystri parti ping-
eyjarsýslu 1873; fjekk veitingu fyrir 13. læknishjer-
aði 14. ágúst 1876.
Hann ertvígfptur; átti fyrst Önnu Sigríði Steph-
ensen, prófasts í Vatnsfirði; hún dó árið 1882; sfð-
ari kona hans er Ragnheiður, systir fyrri konu
hans.
Hann býr á Vopnafirði.
15. Gisli Hjdlmarsson, fæddur á Hausastöðum á
Álptanesi 11. október 1807, sonur Hjálmars Guð-