Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 141
253
aptrvísandi, eignandi, ákvarðandi (demonstr.) ávísandi
(relat.) spyrjandi, svarandi (elligar óákvörðuð t. d. alius,
alter, uter &c. aliquis o. s. frv), teljandi, niðrraðandi
(ordinalia), margfaldandi (multiplicat.), útbýtandi (distri-
butiva); því nomina numeralia þykja mér endiliga eiga að
reiknast til fyrirnafna, t. d.þrír hestar er í staðinn fyrir hestr
og hestr og hestr &.c. — conjunctiv. skilyrðisháttur, imper.
skipunarháttr, infinit. nafnsháttr, particip. viðrnafnsháttr,
gerund. teiugdarháttr (það er að segja gerund. í látín.).
Enn supin. viðrsagnarháttr. Eginliga sögnin verbum
finitum, óeginliga verb. infinitum. Kannske réttara væri
að kalla hennar háttu brögð (sem sýnist mér samsvara
danska orðinu Form að nockru leiti), t. d. nafnsbragð,
viðurnafnsbragð &.c. Meira kémr mér nú ecki til hug-
ar og víst mun þér eíngin þörf á þessu enn þó muntu
forláta; það eins og nockurskonar vott um að minn vilji
væri að stuðla til þess verks ef mætti. Vertu ecki of-
stuttr í reglunum og slepptu ekki óreglulegu sögnunum
eins og Bröder, færðu þær ekki heldr í stafrofsröð ad
modum Badenii heldr í flocka hérumbil einsog Ihre í bók-
inni Boma in nuce eptir sem þær líkjast sín á milli, hvað
eð miklu hægra veitir að muna, og er réttara í sjálfu
sér, þvíat hitt heyrir orðabókinni til. f>etta mun nóg
af svo góðu.
Af nýjúngum á ég hér Iítið að skrifa, hér er stríð
og rykti um stríð, enn eg lít til og skelfist ecki.
Fyrr mun enn, bróðir,
ógn um hafin,
kaldr hjör
koma við annan,
oc grályndr þurs
í gras hníga
en erindislaus
ec aptr hverfic.
fyrir skömmu hefir gerzki hirðstjórinn eðr jarlinn í Ge-
orgíu sigrað fjallbúa görsamliga á austanverðu fjalli og
tekið inn staðinu Akúsja, sem var nafnfrægt Fríland