Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 92
204
embættum, sem Schleisner vildi koma á hjer á landi,
skyldu að jafnaði 8 skipuð læknum, er tekið hefðu
fullkomið læknapróf við háskólann, en 12 skipuð
þeim læknum, sem hefðu lært á áðurgreindan hátt
samkvæmt tillögum hans.
Dómsmálastjórninni og heilbrigðisráðinu geðj-
aðist vel að þessum tillögum Schleisners læknis, en
með þvi að sjerstakt próf þyrfti að halda bæði í
latínuskólanum og við háskólann og auk þess þyrftu
læknaefnin að fá ölmusustyrk við háskólann, ritaði
dómsmálastjórnin kirkju- og kennslustjórninni um
málið (16. júní 1853). Kirkju- og kennslustjórnin
ritaði aptur háskólaráðinu og beiddist álits þess um
málið.
Urslit málsins urðu þá þessi: Læknisfræðis-
deild háskólans var þvi mótfallinn að halda sjerstaka
fyrirlestra í læknisfræði og sjerstakt próf fyrir lækna-
efnin íslenzku, og stjórn kommunitets-sjóðsins og há-
skólaráðið í heild sinni var á móti uppástungu
Schleisners, að því er snerti styrkinn á Garði og
ölmusur úr kommunitets-sjóðnum, en með því þetta
væri mikilsvarðandi mál og tilgangurinn heillavæn-
legur, veitti stjórn kommunitetsins og háskólaráðið
íslenzkum læknaefnum, að minnsta kosti fyrst um
sinn, 200 ríkisdala styrk hverjum á ári, þó eigi
fleirum en 4 í senn, svo að kostnaðurinn yrði ekki
meiri en 800 ríkisdalir á ári.
J>egar Jón Hjaltalín var orðinn hjer landlækn-
ir (1855), var honum mjög um það hugað að koma
hjer á spítala og innlendri læknakennslu. Hann hafði
mörgum árum, áður en hann varð hjer landlæknir,
ritað um læknaskipun landsins1 og stungið þá upp
á innlendri kennslu í læknisfræði; þá vildi hann
1) „í Nýjum rjelag8ritum“ 1844.