Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 33
145
og ofsalegu breytinga á hita og kulda, og þessar
tilbreytingar einkenna sjer í lagi vorið á íslandi, og
það svo mjög, að allir munu játa, að jeg hafi rjett
fyrir mjer, er jeg tel vorið vetur og vor á vfxl
(intermitterende Vinter). Jeg skal nefna eitt dæmi
af þeim, er jeg hef skrifað hjá mjer. 22. dag aprílmán-
aðar 1887 var þegar farið að vaxa brum á rauð-
berjarunnunum (Rtbsbuskene) og lonicera-tegundun-
um, og fyrstu blöðin farin að sjást; crocus stóð í
fullum blóma á bersvæði; tulipaner og hyacinther
höfðu fengið stóra blómknappa, keisarakrónan (fri-
tillaria imperialis), sem jeg þá ræktaði í fyrsta sinn,
höfðu skotið upp svo háum leggjum, að nam 6 þuml-
ungum; en allt f einu kom svo ákaft frost, að kuld-
inn varð um nóttina 12 mælistig R. Jeg þarf naum-
ast að geta þess, að fjarskalegur kyrkingur kom í
allar jurtir við þetta, og það kostaði fjarskalega
fyrirhöfn og erfiðismuni, að verja hinar ungu jurtir
f vermireitnum (áburðarstíunni). Að nokkrum dög-
um liðnum kom aptur hlýviðri, og jurtir þær, sem
eigi voru þegar útkulnaðar, tóku ótrauðar að nýju
til starfa, og vjer ætluðum, að þá væri vorið loks-
ins komið; en nóttina millum 16. og 17. dags maf-
mánaðar og dagana næstu á eptir urðu veslings-
jurtirnar að þola svo ákaft frost, að það nam hálfu
sjötta mælistigi R. Jeg fmynda mjer, að vorináís-
landi sjeu varla nokkru sinni alveg laus við slík
kuldaköst; en það er auðvitað, að mestum skemmd-
um olla þessi kuldaköst, þá er þau koma sfðla á
vorum, og hlýindi hafa gengið á undan. Vorið
byrjaði snemma á íslandi 1890. Fjórða dag maf. ,
mánaðar voru gulrætur (Daucus carota) og pjetur-
selja komnar upp, sem sáð hafði verið til í fyrra-
haust. Crocus hafði þegar fellt blóm sfn, hyacinther
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags XI. 10