Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 13
125
verð þeirra falli, því verði svo mikið af einhverjum
hlut, að komast megi af með minna, þá lækkar
jafnan verð hans. Aptur á móti er ekki víst að
peningar falli i verði, þó nokkuð eitt fyndist af gulli
og silfri, og jafnvel þó það væri árlega. Peningar
mást og slitna — einkum gullið, og það slit bætist
ekki af sjálfu sjer. Töluvert af peningum fer ár-
lega í sjóinn, og gamli Ægir skilar ekki aptur svo
þungri vöru. Ymsir siðir geta minnkað peninga
efnið, eins og þegar auðmenn og spjátrungar hrúga
gullgripum utan á sig. Nú er siður að bera gullúr,
gullfestar, gullhringa og þessháttar skart gæti farið
i vöxt Áður var siður að menn grófu peninga í
jörðu, og þó þeir væru grafnir upp aptur, þá voru
þeir úr veltunni meðan þeir lágu í jörðu. Nú á
dögum gjöra menn við veikar tennur með gulli, og
nota það í umgerðir um smfðaðar tennur. — En eins
og áður er sagt, þá hljóta peningar að falla í verði
svo lengi sem hver náman finnst á fætur annari
eins og hefur verið siðan 1849.
1 öðru lagi eru það ekki peningarnir einir, sem
ljetta viðskiptin, lánstraustið gjörir alveg það sama
og þeir. þ>að sparar fjölda af peningum. Ef lán og
lánstraust vaxa. þá þarf færri gull- og silfurpeninga,
menn borga þá meira og meira með loforðurn skrif-
legum og munnlegum, með seðlum, víxlum o.
s. frv. Eptir því sem heiminum fer fram er líklegt
að lánstraustið aukist. J>að hefur jafnan orðið að
mestu liði í þjettbýlum stöðum, og frjálsum löndum.
Með frelsinu vex manntraust, og hver einstakur verð-
ur meira verður í sínum og annara augum ef hann
er frjáls, heldur en sá sem er ófrjáls. Lánstraustið
sparar peninga; það gjörír að verkum, að borga má
með sömu peningunum 10 skuldir, hverja á eptir