Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 74
186
\
27. april 1816 um, að hver hinna fjögra fjórðungs-
lækna skyldi hafa i árslaun 300 rikisdali, sem telja
skyldi frá 1. janúar 1816.
f»að er ekki ólíklegt, að landlæknir Klog
hafi átt talsvetðan þátt í þvi, að kjör lækna hjer á
landi voru þannig bætt. í skýrslu sinni til heil-
brigðisráðsins í Kaupmannahöfn árið 1806 segir
hann: „kjör lækna eru hjer mjög aum; sakir hinna
litlu launa verða læknar hjer að vinna eins ogrjett-
ir og sljettir vinnumenn, þeir verða að róa, ganga
að heyskap o. s. frv. J>etta er sannleikur, en bág-
ast af öllum á þó Sveinn Pálsson; hann hefur sjálf-
ur skýrt mjer frá eymd sinni og kenni jeg mjög í
brjósti um hann, því hann er rnjög tilfinningasamur
læknir. Af þessu leiðir að læknar hjer verða að
vanrækja embætti sitt og stunda illa sjúklingana.
Jeg vil því mikillega mælast til þess að laun þeirra
verði bætt og að þau verði hækkuð upp í 200 rdl.
auk leigulausrar bújarðar“.
f»ótt þetta væri gífurleg launahækkun, þá sótti
eigi að síður enginn um læknisembættið í nyrðri
hluta Vestfirðingafjórðungs, en í það var loks sett-
ur lyfsali (Hvidsteen) og máttu Vestfirðingar una
við hann sem lækni um 12 ár.
Meðan Tómas Klog var hjer landlæknir, en hann
varð landlæknir eptir Jón Sveinsson, ber eigi neitt á
því að gangskör sje gjör að því frá stjórnarinnar
hálfu að umbæta læknaskipunina.
Samkvæmtkgs. úrsk 4. október 1709, skyldi læknir-
inn i Vestur-Skaptafells-, Rangárvalla- og Árnessýsl-
um einnig gegna læknisstörfum út í Vestmannaeyjum.
Eyjaskeggjar voru þannig læknalausir, þeir höfðu
engan lækni nema á pappírnum. Árið 1806 hafði
landlæknir Klog mælzt til þess við heilbrigðisráðið
í Kaupmannahöfn, að læknir yrði skipaður í eyjun-