Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 139
Smávegis.
Brjef frá R. Kr. Rask
til
sira Árna Helgasonar.
Tíflis þ. 7 Febr. 1820.
Blskuligi vinr!
Fetkorn hefi eg nú gört frá Breiðholti yfir um fjall-
it Kavkasus, enn ecki hefir þú gleymt mér að heldur!
Yfir mig geck þegar ég fyrir nockrum dögum sá in-
sigli þitt og þeckti höndina, því ecki bjóst eg við neinu
bréfi úr Islandi að svo stöddu; enn hér sannast spak-
mælin að maðrinn elskar þann mest, sem hann hefir
auðsýnt mestar velgörðir elligar haft mesta fyrirhöfn fyrir.
Góðar fréttir hefir þú skrifað mér, og gleðiligt er að vita
til kepni Etatsráðsins (Konferenzráðsins) á Viðey; aldrej
hefir mig lángað meira til að sjá ísl. bókheldr enn nú til
að sjá 2ð hefti Gamans og Alvöru ásamt Klausturpóst-
inum. Óskandi væri að Konferenzráðið héldi áfram sinni
útgáfu af Heimskrínglu; því sú svenska sem þú umgetr er
hvörgi nærri eins náqvæmliga lagfærð, mun ecki heldr
fyrst í stað að lyktum leidd, þó hún sé annars fallig
og ágæt, og ræð ég þér ecki að kaupa hana, fyrr enn
búin er. Hafir þú orðið að kaupa smárit mín, þá bið
eg þig að forláta það, ég hafði gört aðra ráðstöfun og
falið hana norskum manni á hönd, enn — nú er öldin önn-
ur öll af trygðum snauð &c. Snorra-edda er búin frá
minni hönd, og eg hefi hér hjá mér fullkomið exemplar,
sem einúngis vantar í prentvillurnar, eun af bréfkorni frá
Nýerúpi próf. sé ég að hún er ecki enn komin til Hafn-