Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 6
118
1 blóma, allir staðið jafnfætis í kaupum og söium,
borgarastjettin orðið til og mannfrelsi aukist.
III.
Hvað gjörir vöru að peningum? — gull og silfur.
Hvað gjörir vöru að peningum? — Ekkert ann-
að en það, að hún er almennt viðurkennd að vera
peningar. Til þess þarf varan að vera traust, og
góð, eins og sá maður verður að vera áreiðanlegur,
sem vill fá almenningstraust á sjer. Gull og silfur
hafa ekki ávallt setið í þessu sæti, en menn hafa
notað ýmsar vörur til að mæla verðið með. f>essir
hlutir hafa nú á dögum alveg misst almannatraust.
Norðmenn og íslendingar fornu höfðu vaðmál fyrir
gjaldeyrir með silfri; hundrað þýðir upphaflega hundr-
að vaðmála. Svo kom „fiskverð11 hjá íslendingum, og
eptir því er margt reiknað enn, það bendir á að
íslendingar eru fiskimenn. Margar fjárþjóðir höfðu
kindur og húðir fyrir peninga. Salt er enn haft
fyrir verðalin sumstaðar í Afríku. þ>á eru brúkaðar
Cauvris-skeljar. Nokkrar villiþjóðir er sagt að brúki
konur fyrir peninga. Spartverjar höfðu járnpeninga,
Carthagóborgarmenn brúkuðu gull og silfur, en
tóku svo upp á því, að sauma leður utan um hvern
pening til að verja þá gegn sliti; svo var skinninu
sprett utan af og þá var blý eitt innan í, þá lögðu
þeir dauðahegning við að spretta skinninu utan af,
og höfðu svo peningana sem áður. þeirra pening-
ar hafa þvi verið líkastir því. sem þeir hefðu pen-
ingateikn ein. — En hverja vöru sem menn hafa
brúkað, hefur hún ávallt verið vara sem hafði traust
á sjer. Vanalega var það almennt notuð vara;
nauðsynjar, málmar, klæði, þegar lengra dregur
fram, byrja menn að hafa gull og silfur, og það er