Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 91
203
aptur til Kaupmannahafnar, sendi hann stjórninni
tillögur sínar um það, hver væri heppilegastur veg-
ur til þess að fjölga hjer læknum. þessar tillögur
Schleisners læknis sendi stjórnin hingað út og
skyldu amtmennirnir og læknar landsins láta uppi
álit sitt um þær,. í>egar stjórninni hafði aptur bor-
izt álit þeirra, var málið sent heilbrigðisráðinu í
Kaupmannahöfn og það beðið um að láta skoðun
sína í ljósi um allt þetta mikilsvarðandi mál. Tillög-
ur Schleisners læknis voru þessar: J>eir. setn vildu
gjörast læknar á íslandi, skylduhafa gengið í Reykja-
víkurskóla i 3 ár og tekið þar próf, sem forstöðu-
maðurskólans sæi um tilhögun á; síðan skyldu lækna-
efnin sigla til Kaupmannahafnar og fá þegar kom-
munitets-styrk og „Garð“ (Regents); til þess að
námstíminn yrði sem styztur skyldi veita þeim und-
anþágu frá því, að taka próf í ýmsum fræðigrein-
um, sem þeir, sem tæku fullkomið læknapróf við
háskólann, væri skyldir að taka próf i; þyrfti því
að koma á sjerstöku prófi við háskólann fyrir þessi
íslenzku læknaefni; með því nauðsynlegt væri að
læknaefnin hefðu mestan tíma til að sjá allt hið
verklega, skyldu þeir vera eitt ár á spitölum í
Kaupmannahöfn, eptir að þeir hefðu tekið lækna-
prófið; eigi skyldu þeir hafa lækningaleyfi í Dan-
mörku.
Schleisner var þeirrar skoðunar, að takast mætti
með þessari tilhögun að fá góða lækna og að marg-
ur íslendingur mundi vilja stunda læknisfræði, ef
skólaveru og námstíma væri þannig háttað, er nú
var sagt, og tillaga hans var að stofna 20 lækn-
isembætti hjer á landi eða að 1 lækni skyldi skipa í
hverja sýslu — en þetta var einnig tillaga amtmanns
Havsteins og Gísla læknis Hjálmarssonar, sem mest
■og bezt höfðu stutt Schleisner. Af þeim 20 lækna-