Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 10
122
Og nokkuð hið sama hefur komið fram á
vorum dögum; peningarnir falla enn í verði og
stjórnirnar þurfa meira og meira fje matið í pen-
ingum; og víða er svo að höfuðatriðið i öllum þing-
deilum verður ágreiningurinn um fjárlögin.
Peningar eru mótaðir úr gulli og silfri, og verð
þeirra breytist eptir verði rnálma þessara. pað er
ásama hátteins og vaðmálið breytir verði eptir ullar-
verðinu. Vjer viljum því gjöra stutt yfirlit yfir verð-
breytingar gulls og silfurs, og er yfirlit þetta tekið
eptir einni af bókum próf. Will Scharlings í Kaup-
mannahöfn.
í fornöld var gull og silfur eflaust mjög dýrt,
þó menn viti ekki verð þeirra gjörla. — Af pening-
um var lítið til, og málmarnir voru mest notaðir til
smíða. Síðast á fornöldinni þykir lfklegt að „skýru“
málmarnir hafi orðið nokkuð dýrari, Silfurnámarn-
ir á Spáni voru þá tæmdir, og sama máli var að
gegna um gullnáma praklands. Aptur breiddist
Rómariki þá svo mjög út, og þó Rómverjar lftils-
virtu verzlun mun vörumagnið hafa aukist, og pen-
ingar því hækkað í verði. Sömuleiðis ætla menn,
að gull og silfur hafi stigið í verði alla miðöldina
upp að 1500. Svo koma skýrslur W. Scharlings,
Við fund Ameríku kom meira af gulli og silfri á
markaðinn í norðurálfu en áður hafði verið. J>ó
urðu menn ekki þessa varir þegar í stað, og verð
þeirra mun því ekki hafa hækkað fyrst um sinn.
1 annan stað munu menn fyrst hafa kennt til breyt-
ingar á verði þeirra, í vesturhluta norðurálfunnar
1530. Breytingin varð fyrst vestan til, og breiddist
hægt austur á við. Almenn verðhækkun mun fyrst
hafa orðið í Danmörku á 5. tug 16. aldar. 1560 má
álfta að allar vörur hafi verið orðnar helmingi dýr-