Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 24
136
um eru hækkaðar í verði og peningarnir fallnir, sem
þau hafa í höndunum til að kaupa með.
Peningaverðið er undir því komið, i. hverjar
vörur eru látnar námulandinu í tje fyrir skýru málm-
ana. 2. Er rnikið undir því komið, hve mikið kost-
ar að búa þessar vörur til í námulandinu, og hve
dýrt er að búa þær til í landinu, sem selur þær.
Sjeu þær dýrar í námulandinu og ódýrara í hinu
þá hefur hið síðara ágóða af að kaupa málmana,.
því það getur þá selt ódýra vöru dýrt.
Gildi peninganna er mest í því landi, sem
nauðsynjavörur eru ódýrastar í; það munar ekki
svo miklu þó munaðarvörur sjeu dýrar. Sje nauð-
synjavaran ódýr, fást fleiri nauðsynjar fyrir peninga
og gagn þeirra er því meira. Sje munaðarvaran
dýr, er minna keypt af henni. Mikið er undir því
komið, hvort landið er þjettbýlt og auðugt eða
ekki. í strjálbyggðu fOg fátæku landi — ekki
síst liggi það fjarri öðrum löndum eins og ís-
land, — kostar aðflutningur á vörum meira. Hver
kaupmaður þarf að hafa meiri ágóða af verzlun
sinni, því hann verzlar minna og hefur færri við-
skiptamenn, en þarf þó að lifa af verzlun sinni eins
fyrir því. þar sem korn er flutt að, verður matvar-
an dýrari, og það lækkar enn gildi peninganna.
Af þessu má svo að lokunum sjá, að gildi pen-
inganna á íslandi er miklu minna en víða annar-
staðar, og að mörgu leyti er þá dýrt að lifa þar.
Til þess að kasta því ekki alveg ástæðulaust
fram, að dýrt sje að lifa á íslandi, þá má taka fram
nokkur sjerstök atriði. ísland er langt burt frá öll-
um löndum sem það kaupir við, það dregur bæði
úr verði innlendu varanna, vegna þess, að það er
svo langt að koma þeim á markaðinn, og sá kosn-