Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 64
176
Phragmites comm. þakreyr.
Nokkrir rótarleggir af plöntu þessari voru gróð-
ursettir í 3 vandlaupa, og þeim sökkt niður snemma
vors í tjörnina hjer við bæinn. Fyrsta sumarið
náðu plönturnar hjer um bil hálfa alin upp úr vatn-
inu, en um veturinn eptir hurfu þær, og hafa eigi
sjezt siðan.
Að síðustu skal jeg votta þakklæti mitt stjórn
hins „Classenske Fideicommisu og hins „Raben-Le-
■vetzawskeu sjóðs, og sömuleiðis landshöfðingjanum yf-
ir íslandi, fyrir fjárstyrk þann, sem jeg hef fengið.
Meðal þeirra manna, sem með ýmsu móti hafa
stutt mig við þetta fyrirtæki, skal jeg fyrst og
fremst nefna verksmiðjueiganda Chr. Drewsen í
Strandmylnunni, og prófessor F. C. Schúbeler í Krist-
janíu. Báðum þessum gömlu heiðursmönnum votta
jeg mitt innilegasta þakklæti fyrir alla þeirra mikils-
verðu hjálp. f>eir hafa látið sjer furðulega annt um
allt það, sem að garðyrkju lýtur, bæði nær og fjær,
og eigi látið áhugann á því dofna, þótt við aldur
sjeu. Með sjerstakiegu þakklæti fyrir mjer sýnda
aðstoð í þessu efni, bæði með ráð og dáð, verð jeg
enn fremur að nefna garðyrkjumann Möllegaard,
kammerherra Wolfhagen, docent Hansen, forstjóra
Nyland, ofursta Dalgas, garðyrkjumann fean Puteaux
í Versölum á Frakklandi, umsjónarmann Glahn-0r-
beck í Kristjaniu, og hið sameinaða gufuskipafjelag í
Kaupmannahöfn.