Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 35
147
út úr þeim uxu á ári hverju nokkrir kyrkingslegir
angar, sem dóu út næsta vetur, en svo kom góða
sumarið 1889, og annað enn betra 1890, og svo
tóku þessir runnar þegar í stað að lifna við, svo að
nú eru þeir orðnir með öllu óþekkjanlegir, og hafa
skotið þetta árið frjóöngum, sem eru álnar langir
og þaðan af lengri. Jeg á hjer einkum við ýmsar
tegundir af lonicera. og rósum, sorbus scandica og
aucuparia. Á hinum vondu árunum gróðursetti jeg,
auk ýmislegs annars, pœoner, snjóklukkur, colchicum
autumnale, og enn fleiri langæjar jurtir, en það fór
stöðugt versnandi fyrir þeim. Fyrsta árið blómguð-
ust þær; en svo urðu þær æ kyrkingslegri,
þangað til þær árið 1889 fengu aptur einstök lítt
þroskuð blóm, en 1890 fengu þær langtum fleiri og
þroskaðri blóm. Jeg varð öldungis hissa, er jeg sá
síðasta sumar colchicum autumnale, sem jeg hafði
með öllu gleymt, skjóta blómum sfnum upp úr berri
jörðinni. Af þessu virðist auðsætt, að nokkur vond
sumur í röð stöðvi að eins um hríð vöxt og við-
gang trjáa og runna, en gjöreyði þeim eigi. Mörg
ár vond í röð spilla mjög fyrir garðyrkjunni á ís-
landi, að því er snertir jurtir þær, sem að eins verða
eins árs, og eigi að eins sökum þess, að ágóðinn
verður lítill af rækt þeirra, heldur og sökum þess,
að einskis gulrófna-fræs er aflað hjer á landi, og
þvf nær engra kartaflna til frævunar; og það hefur
mikla þýðingu næsta sumar á eptir, sökum þess, að
samgöngunum er svo mjög ábótavant. Afleiðingin
af þeim verður smátt og smátt sú, að garðarnir
standa vfða með öllu auðir hin vondu árin, sumpart
af viljaskorti að eiga nokkuð við þá, og sumpart af
skorti á sæði. J>að veitir langtum hægra að þoka
garðyrkjunni áfram f góðærunum, en að varna því,