Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 73
185
heilbrigðisástandið hefði verið í hjeraði hans, og
skrá yfir þá, sem fengið hefðu hjá honum ókeypis
meðöl.
Um síðustu aldamót eða 40 árum eptir að land-
læknisembættið var stofnað, voru þannig 5 læknar
hjer á landi auk landlæknis, en það voru þessirr
Hallgrímur Bachmann í syðri hluta Vesturamtsins,
Jón Einarsson í nyrðri hluta Vesturamtsins, Jón
Pjetursson fyrir norðan, Brynjólfur Pjetursson í
Múlasýslum og Sveinn Pdlsson í Suðursýslum og í
Vestmannaeyjum. Landlæknir Klog segir i skýrslu
sinni til heilbrigðisráðsins árið 1806: „Nú eru þessir
læknar hjer á landi: 1. Svnnn Pálsson; í hans um-
dæmi er fólkstala 10,351 og 156 í Vestmanna-
eyjum; 2. Olafur Brynjólfsson; í hans umdæmi eru
6,611 manns; 3. Jón Einarsson; í hans umdæmi eru
7,362 manns; hann er nú orðinn hrumur; 4. Ari
Árason; í hans umdæmi eru 12,476 manns, ungur
maður og duglegur; 5. Brynjólfur Pjetursson; í hans
umdæmi eru 4,510 manns, hann sækir nú um lausn
sakir elli og vanheilsu11. Brátt kom þar að, að lækni
vantaði er hinna eldri missti við; Jón Einarsson varð
að segja af sjer árið 1811 vegna sjónleysis, og voru
menn þá læknislausir um 3 ár í nyrðri parti Vestur-
amtsins, nema hvað leitað var til Jóns meðan hann
var á lífi; enginn íslendingur var til taks. Heilbrigð-
isráðið í Kaupmannahöfn stakk þá upp á þvi, að
embættislaunin væru hækkuð og stjórnin var og
sömu skoðunar; hún áleit að 66 ríkisdalir væru eigi
bjóðandi neinum hjeraðslækni í árslaun, og bæri
brýna nauðsyn til að bæta kjör allra lækna á landinu
og færði sem ástæðu, að auk þess sem launin (66
ríkisdalir) væru eigi boðleg, væri nauðsynlegt að
hækka þau, til þess að aðrir enn íslendingar sættu
um læknisembætti á íslandi; kom þá út kgs. úrsk.