Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 14
126
annari, þar sem annars hefði þurft að borgfa iosinn-
um; skuld gengur opt á móti skuld; stundum þarf
ekki annað enn færa úr einni bókinni og í aðra; að
færa skuldina milli tveggja reikninga. — Frakkar
unna allra þjóða mest peningum, að því leyti að þeir
vilja að allir hlutir sjeu borgaðir með þeim. J>ó segja
menn að þeir borgi */10 afkaupum sínum með papp-
írspeningum (seðlum, víxlbrjefum o. s. frv.) 8/10 með
þvi að að láta flytja skuldina milli reikninga, eins
og íslendingar gjöra í kaupstöðunum, og 7io Part
borgi þeir í peningum. Lánstraustið fellir peninga
þó ekki beinlínis f verði, en það getur hindrað að
þeir hækki. f>að er byggt á þeim, eins og hús er
byggt á undirstöðu sinni, ef húsið verður of hátt í
hlutfalli við hana. þá hrynur það.
^>riðja atriðið er umferðartfmi peninganna. Um-
ferðartíma kalla jeg það tímabil, sem líður á milli
tveggja borgana með sama peningnum. Sje allt af
eitthvað keypt fyrir sömu krónuna á hverjum degi
verður umferðartími hennar i dagur. þegar talað
er um peninga í heild sinni, þá verður að taka með-
altalið. Á íslandi er umferðartími þeirra langur, þar
er svo strjálbyggt. Ef umferðartíminn styttist al-
mennt, þá er það sama sem peningar hefðu aukist
að tölu, og þar af leiðir, að þeir falla í verði. Nú
kemur króna á land f Reykjavík, og fer norður til
Akureyrar, og gjörir ein kaup í hverri sýslu á leið-
inni, og hefur jafnan verið eitt ár að þessu áður, en
getur nú gjört hið sama á hálfu ári, þá gjörir hún
í viðskiptalífinu hið sama gagn og 2 krónur gjörðu
áður. Að því skapi sem umferðartfminn styttist, að
því skapi lækka peningar í verði, nema þeim fækki
um leið eða kaupum manna fjölgi. Einkum getur
það hindrað peninga frá að stíga í verði,