Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 63
175
sækja korn sitt langar leiðir og með miklum erfið-
ismunum, með því að engin höfn er þar í nánd. f»að
ræður mjög að líkindum, að þar mætti rækta lítið
eitt af korni, t. a. m. eina tunnu hjer og hvar á
hagkvæmum stöðum. Jeg hef byggtegund eina,
sem jeg hef yrkt i nokkur ár á íslandi. Jeg er
fús til, að láta einhverja þar fá smáskammta til að
reyna að yrkja það, ef þeir æskja þess. Byggteg-
und þessari má sá bæði haust og vor. Síðasta árið
reyndi jeg að sá því um miðjan vetur, með því að
svo vildi til, að jeg náði f þiða jörð.
Bygginu
var sáð 16. ág. 1889, 22. febr. 1890, 28. maí 1890;
kom upp 28. — 1889, 4. maí 1890, 10. júni 1890;
var fullþr. 11. — 1890, 16. ág. 1890,26. ág. 1890.
Til útsæðis verð jeg að tina úr beztu kornin úr
þeim öxunum, sem fuilþroskuðust verða. Oxin hafa
þann gallann, að efstu kornin í þeim eru alveg græn
0g lin, þótt hin neðstu sje fullþroskuð. Ef eigi er
höfð gæzla á, falla hin fullþroskuðu niður og fara
forgörðum.
Rúgi hef jeg sáð á hausti og fengið það full-
þroska, og sömuleiðis hafra.
Enn fremur skal jeg geta þess, að jeghefgjört
ónýtis-tilraunir með þessar tvær vatnaplöntur:
Trapa natans. Vandkastanie,.
Hið stóra og skringilega myndaða fræ plöntu
þessarar hefur í sjer mjög mikið mjölefni, og er víða
mikilsvarðandi fæðu-efni. Sagt er, að planta þessi
hafi fyrrum vaxið sjálfkrafa í Danmörku.
Fræinu sáði jeg um vetur í bakkanum á fram-
ræsi frá hver, rjett við Reykjavík, en jeg hef eigi
getað fundið svo mikið sem eina plöntu.