Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 36
148
að hún verði því nær engin í harðærunum. En úr
þvi svo er, að þrátt fyrir allar armæðu má fá, jafn-
vel á k.öldustu sumrum, áreiðanlega og góða upp-
skeru ýmissa matjurta, með því að sá góðu norsku
fræi, með því að viðhafa vermireiti og síðan fyrst
gróðursetja jurtirnar á bersvæði, með því að sá skýlu-
jurtum á haustum, meðþví að tvísetja sumarjurtirnar,
fyrst i vermireit, síðan grysjaðar á bersvæði (prikle);
og úr því að fá má á góðum sumrum blómkálshöfuð,
sem eru 9 þumlungar að þvermáli, meðan þau eru föst
og þjett, turmþs-rófuT, allt að 9 pundum að þyngd
hverja, ágætar gulrófur (kaalrabt), gulrætur 6 og
7 þumlunga langar og 2 þumlunga að þvermáli, all-
góð höfuð af uppmjóu hvítkáli og savoi-káli, hvit-
kálshöfuð reyndar nokkuð laus í sjer, en þó vel not-
andi; fullþroska rauðber, sólber, jarðarber og hind-
ber, — úr því svona er, segi jeg, þá verður að telja
það með öllu óskeikanlegt, að svo megi efla garð-
yrkjuna á íslandi, að enginn mundi i snöggu bragði
ætla það auðið. En til þess að þessi viðgangur
geti orðið jafn og stöðugur, ber nauðsyn til, að vjer
höfum garðyrkjuskóla, og safna þar saman í eitt öllu
því, sem reyndin kennir oss, velja úr þvi, og rita
um það til frekari rannsókna, svo að stofnun þessi
geti fyllilega sýnt það og sannað, hvað gjöra megi
að garðyrkju hjer á landi. f>að stoðar næsta lítið,
þótt einhverjum einstökum manni við og við með
margra ára millibili takist garðyrkjan vel í fáeinu,
svo að framfarir megi heita, ef þessar framfarir verða
að engu að honum látnum. J>að er mín innileg
sannfæring, að góður garðyrkjuskóli muni verða að
hinum mestu notum til eflingar garðræktinni á ís-
landi, og því leitast jeg við, svo sem f mínu valdi
stendur, að koma honum á fót. 1 því skyni fjekk
eg mjer land, hjer um bil 30 vallardagsláttur, í