Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 25
137
aður dregst frá vöruverðinu hjer á landi. Sama er
um útlendu vörunu að flutningurinn er langur og
dýr. Hjer bætist við að íslendingar verða að fá
allar kornvörur, öll kol, allt járn, allt timbur og
allar munaðarvörur annarsstaðar frá, svo þeir eru
neyddir til að verzla meira en flestar aðrar þjóðir.
Svo kemur hjer á ofan langur vetur, og bannar öll
kaup og aðflutning lengri tíma, því verðum vjer að
kaupa allar okkar þarfir einu sinni á ári, kaupmað-
urinn verður því að hafa mikið fje undir höndum,
og það kemur aptur til leiðar að verzlunin verður
forrjettindi ríkra manna, sem gjörir hana dýrari.
Flutningurinn úr kaupstaðnum er opt langur, og
gjörður á þeim tíma sem sízt má missa. Landið
strjálbyggt og fátækt, svo kaupmannságóðinn verð-
ur að vera hærri en víða annarsstaðar. Að lok-
unum er ósátt við verzlunarstjettina, og verzlunin ó-
eðlileg.
X.
Peningar-, gamla setningin: „Að peningarnir fan
ekki út úr landinu'1'.
5>að er gömul setning, og þó hvorki góð nje
gild, að það sje illt að peningarnir fari út úr land-
inu. Hún er ekki tóm vitleysa, og heldur ekki
tómur sannleikur, og þessháttar kenningar verða
opt svo villuhættar fyrir almenning. Jeg veit ekki
hver er höfundar hennar á íslenzku, en mig grun-
ar að það hafi verið sjera Tómas Sæinundsson.
Önnur systir hennar er sú setning: „að það sje
gott að peningarnir komi inn í landið“. J>að er
sjálfsagt mikið gott, að þeir komi þangað; og þess
sannari sem hún er, þess meiri verða verðleikar
þeirra sem kaupa íslenzka hesta og sauði fyrir gull.