Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 44
156
sjálfkrafa á vfðavangi á íslandi, en
er þar mjög fágæt.
Ulmus montana hefur að eins lifað veturinn yfir
1889—90.
Vinca minor hefur lifað skýlislaus veturinn yfir f
4 ár; en greinarnar frjósa af henni
næstum niður að jörðu, en á sumrum
verða þær 1 og 2 álnir á lengd.
Á nokkrum eplatrjám og peru-
trjám, sem jeg gróðursetti 1889, urðu
nokkrar greinir 6—8 þumlunga lang-
ar sumarið 1889; þau lifðu allan vet-
inn eptir skýlislaus, og nú f sumar uxu
greinar þeirra þetta frá 4—13 þuml-
ungalangar, uppfrá neðstaþumlungn-
um á trje því, er myndazt hefur hjer á
landi. Ef vjer hefðum ávallt hjer álandi
önnur einssumur og 1889 og 1890, og
annan eins vetur og veturinn 1889—
90, þá hefðum vjer fulla ástæðu til að
vona, að á vaxtatrje gætu að minnsta
kosti haldizt lifandi á íslandi.
Coniýerae (barrtrje).
Picea excelsa (rauðgrön), sem jeg gróðursetti 1884
og 1885, þrífst vel. Stærstu plönt-
urnar eru orðnar 1 alin og 16 þum-
lungar á hæð. Vöxtur þeirra hefur
verið svo sem nú skal greina:
Picea alba (hvftgrön) var gróðursett 1886; getur vel
verið, að hún þrífist betur en rauð-
grönin.
Vöxtur þeirra að þumlungatali:
Rauðgrön—Hvítgrön.
1890 9 þuml. 11 þuml.
1889 7 — 8V2 —