Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 3
115
svo þá verður að líkja saman
aaaabbbcc
b c’ d’ e’ c’ d’ e’ d’ e
líkingarnar io.
°g — og þá verða
En jeg er hræddur um að jeg fari of langt út í
reikninginn, og skal því hætta hjer. Einungis hlýt-
ur það að vera ljóst, að úr þvi að peningar eru
svo mjög notaðir í öllum viðskiptum, þá sje nauð-
synlegt að rikin láti slá þá, og það með kostgæfni^
að löggjöfin um þá sje hentug og að henni sje fylgt
vel fram. J>að hefði enn verri afleiðingar, væru
þeir ekki áreiðanlegir, en þá almennt gengist við
að hafa svikna vog og rangan mælir.
II.
jEginlegleikar peninga, viðskipti, sparnaður, rjettlæti.
Peningar ljetta viðskipti manna á enn annan
hátt. Áður voru öll viðskipti manna að eins skipti
á vörum, (og svo er að mestu leyti enn á Islandi}
en síðan menn hófu að nota þá, eru þau orðin fyrst
sala og síðan kaup. f>egar bóndinn utanlands fer
í kaupstaðinn með vörur sínar, þá leggur hann þær
inn og fær peninga út á þær hjá kaupandanum; fer
síðan til annara kaupmanna og fær hjá þeim nauð-
synjavörur sínar, og borgar þeim með peningum.
Á íslandi er enn vöru skipt gegn vöru. Vjer höf-
um gamla lagið á því. Nýi mátinn er ekki marg-
brotnari en hinn. Sem dæmi mætti taka, að nú
vill maður selja treyju og fá fyrir hana tvennar
buxur. Ef til vill leitar hann lengi, þangað til hann
finnur annann sem vill einmitt gefa honum tvennar
buxur fyrir treyjuna. Ef hann hittir 2, sem vilja
láta hann fá einar buxur hvor, þá verður ekki af
kaupunum. En þegar hann selur treyjuna fyrir