Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 76
188
lokið embættisprófi \\6 háskólann 1836, kom hann
út aptur hingað og settist að í Húnavatnssýslu sem
praktiserandi læknir; þótti Húnvetningum þetta góð-
ur fengur, sem von var. Sýslumaður þeirra Björn
Blöndal sótti því árið 1837 um Það til stjórnarinn-
ar, að skipaður væri læknir í Húnavatnssýslu með
100 ríkisdala iaunum úr ríkissjóði, og gat þess, að
sýslubúar hefðu komið sjer saman um, árið 1835, að
borga 200 ríkisdala þóknun þeim lækni, sém hefði
aðsetur i sýslunni, og hefðu þeir augastað á góðum
lækni (Jósepi Skaptasyni), sem hefði tjáð sig fúsan
til að ganga að þessu boði þeirra. Blöndal getur
þess í brjefi sínu, að sökum þess að nokkrir sjeu
þá dánir, sumir fluttir i önnur byggðarlög, og vegna
hins bága árferðis 1836, þá fáist nú eigi nema helm-
ingur af þeim 200 ríkisdölum, sem lækni voru heit-
in; hafði amtmaður stungið upp á þvi að bæta úr
þessu með þvi, að læknirinn fengi prestsgjald af
Munkaþverárklaustri,5 hundruð á landsvisu, og kvaðst
hann álita að Hrafnagilsbrauðið gæti vel misst þetta-
og ennfremur vildi amtmaður að djáknapeningar
fingeyraklausturs gengju til læknisins. Eigi vildi
stjórnin fallast á þessar tillögur, en fjekk aptur á
móti kgs. úrsk. fyrir því 15. desember 1837, að 100
rikisdali mætti borga úr jarðabókarsjóði íslands
þeim manni, sem Húnvetningar vildu að tækist á
hendur læknisstörf í sýslunni, og þeir sjálfir gæfu
að minnsta kosti 100 ríkisdala þóknun fyrir starfa
sinn, en skyldur ætti læknirinn að vera til þess að
vera læknir að vetrinum í allri Skagafjarðarsýslu og
á sumrum í þeim parti sýslunnar, sem lægi vestan
Hjeraðsvatna.
Með þessu móti fengu þá Húnvetningar lækni
sinn, og má með sanni segja, að Htillátur hefur Jósep
Skaptason verið að ganga að þessum kjörum frá