Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 70
182
syni til fyrstur manna, eptir ráði Bjarna og undir-
lagi að færa í orð á hærri stöðum, að hjer á
landi vær stiptað landlæknisembætti“, og mun eitt-
hvað hæft í þessu,
Eigi fullu ári eptir að Rantzau hafði ritað brjef-
ið til Magnúsar amtmanns var Bjarni Pálsson skip-
aður fyrsti landlæknir á íslandi með kgs.úrskurði
18. marz 1760; hann kom út hingað g. júlí sama ár
til Stykkishólms og reið þá þegar til alþingis og
Ijet þar birta veitingar- og erindisbtjef sitt.
Með greindum kgs.úrskurði voru og ákveðin
laun landlæknis með 300 ríkisdölum á ári, og af
þessum 300 ríkisdölum skyldu þeir, sem ráku verzl-
un hjerá landi, gjalda 100 ríkisdali; auk þessa skyldi
landlæknir hafa leigulausa jörð á Suðurlandi og
skyldi reisa þar hús handa honum, og skyldi til þessa
verja 800 ríkisdölum; ennfremur skyldi veita honum
í eitt skipti 249 ríkisdali 82 skildinga til meðala-
kaupa, er hann tæki við embætti sínu, og eptirleið-
is á hverju ári 200 ríkisdali fyrir meðöl, og skyldi
fátækir alþýðumenn og aðrir fátæklingar fá þessi
meðöl ókeypis; ennfremur skyldi veita honum 150
ríkisdali í eitt skipti til verkfæra og áhalda.
í erindisbrjefi (Instrúxi) Bjarna er svo mælt fyrir, að
hann skuli kenna einum eða fieirum efnilegum piltum
læknisfræði. Undir eins og Bjarni var kominn hing-
að til landsins og seztur að á Bessastöðum, í hinu
hrörlega amtmannshúsi, tók hann til að kenna.
Kennslupiltarnir voru fátækir og þurftu styrks við
og eptir samkomulagi við Magnús amtmann Gísla-
son var stungið upp á því, að veita skyldi hverjum
lærisveini árlega sömu ölmusuupphæð, sem veitt
væri skólapiltum, djáknapeninga frá Skriðuklaustri
svo og ölmusumanns kost frá Skálholtsstóli, að sam-
anlögðu árlega að minnsta kosti 64 ríkisdali handa