Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 23
136
verða svo dýrari og dýrari eptir því, sem þeir eru
lengra fluttir út frá þeim. En flutningskostnaður-
inn er svo Htill, að hann munar minnstu. Verð
þeirra verður þvi hæst i þeim löndum, sem kosta
mestu til að búa til vörur þær, sem gull og silfur
er keypt fyrir. Landið leggur þess meira í sölurn-
ar, sem það er iengra burtu. f>ví þess meira kost-
ar flutningurinn á vörum þess til gulliandsins, það
á þess bágara með að kaupa skýru málmana, sem
vinna þess er arðminni. Ef miðað er við gullnám-
ur vesturheims, þá ætti gull að vera ódýrara i Banda-
rikjunum, en á íslandi, og aptur ódýrara á íslandi
en í Austur-Rússlandi, eða i miðri suðurálfu. Og
svo mun vera í raun og veru.
Sama er að segja um atvinnuvegina, þeir græða
fyrst á námunum, sem selja gullnemunum vöru sína.
Við námana falla allir peningar fyrst í verði, og
gullnemarnir verða því að gefa meira af peningum,
en aðrir fyrir innkaup s(n. Ef járnsmiðar borguðu
sig betur enn allt annað, væri afleiðingin að menn
streymdu til þeirrar atvinnu, þangað til svo mikið
væri komið af járnvörum á markaðinn að þær íjellu
i verði, og iðnin borgaði sig sem aðrar atvinnu-
greinir. Svo kemur það sama fram i næsta og næstu
og næstu atvinnugrein. J>eir sem eru i þeirri atvinnu-
grein, þar sem peningarnir falla síðast i verði í hafa
skaðann, því þeir geta ekki unnið það upp, sem
peningarnir hafa lækkað, hjá neinum öðrum. f>að
eru vanalega listamenn, og embættismenn þeir, sem
settir eru á föst peningalaun. Eins er með þau lönd
þar sem peningastraumurinn kemur síðast, að þau
tapa, því þau hafa engan til að ná sjer niður á, og
geta hvergi fengið ódýrar vörur fyrir gullið (eins
og fyrri löndin), þegar vörurnar i öllum öðrum lönd-