Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 20
132
setningu, því vjer höfum sýnt áður, að meðan pen-
ingarnir jukust úr i milliard og upp í 44 milli-
arða, þá hafa peningarnir fallið niður í 7s>
setningin væri sönn, þá ætti 1 króna 1500 að hafa
verið jafnmikið og 44 krónur 1870, Einnig má sýna
þetta á annan hátt, og það er með því að halda á-
fram röksemdaleiðslu þeirra, ef 10 milliónir króna
gætu eins vel haldið verzlun eins lands við og 100
mill., því skyldi þá ekki einar 10 krónur geta gjört
það eins vel og 10 milliónir? Jeg held þó að ekk-
ert land í heimi gæti komist af með einar 10 krón-
ur til að borga öll viðskipti sín með. þ>etta sann-
ast einnig með því, að þar sem lítið er til af pen-
ingum, þar verður öll verzlun skipti á vöru móti
vöru, eða vöruverzlun, en peninnar stíga ekkii verði
þangað til að þeir ganga upp á móti öllum hinum
vörunum, Og meira að segja, það er ekki fyrri en
á þessari öld, og það ekki fyrri hluta hennar, að
peningaverzlunin almennt er komin í stað vöruverzl-
unarinnar. Hvert land þarf jafnan einhverja vissa
upphæð af peningum handa verzlun sinni, bæði inn-
anlands og utan; hafi það minna þá verða viðskipt-
in óhægri, nema lánstraustið komi í stað pening-
anna, og hafi landið meira af peningum en þarf þarf,
þá streyma peningar þess út til annara landa, eða
þá lækka í verði. J>að er miklu hægra að verzla
með miklum peningafjölda, en litlum; og þess utan
verða prísar allir þess nákvæmari sem peningarnir
eru fleiri. — J>að sem menn almennt festa fót sinn
á — í þessu máli — er það, að peningarnir geta fall-
ið í verði, og draga þar út af að ein króna væri
nóg til að fylla öll viðskipti heimsins. þ>að er
nokkuð líkt og ef sagt væri að eitt kaffipund gæti
eins vel fullnægt þörfum alls heimsins, og 10 þús.